Innlent

Þing verður rofið um miðja næsta viku

Guðbjartur Hannesson, oddviti Samfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, er forseti Alþingis.
Guðbjartur Hannesson, oddviti Samfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, er forseti Alþingis.
Guðbjartur Hannesson, forseti Alþingis, telur að Alþingi verði rofið um miðja næstu viku vegna komandi þingkosninga. Hann segir að semja verði um frumvörp sem ágreiningur er um.

„Við höfum lítinn tíma. Við verðum að ljúka störfum myndi ég segja á miðvikudag eða í síðasta lagi á fimmtudag," segir Guðbjartur.

Kosið verður til þings laugardaginn 25. apríl eða eftir 14 daga.

Hart hefur verið tekist á um störf þingsins undanfarna daga og vikur og hafa sjálfstæðismenn verði sakaðir um að standa fyrir málfþófi um frumvarp til stjórnskipunarlaga sem forystumanna allra flokka fyrir utan Sjálfstæðisflokkinn standa að.

Guðbjartur mun funda með forsætisnefnd og þingflokksformönnum í hádeginu á þriðjudag. „Við verðum með einhverjum hætti að finna út úr þessu saman. Við getum ekki verið með þingfundi fram í síðustu viku fyrir kosningar."

Guðbjartur telur að ljúka þurfi afgreiðslu um til 10 mála. Jafnframt bendir hann á að með degi hverjum styttist í að nýtt þing komi saman.

„Þing kemur saman strax eftir kosningar og verður væntanlega starfandi í einhverjar vikur. Þannig að mál sem daga uppi hjá okkur núna geta komið til umfjöllunar á nýju sumarþingi," segir Guðbjartur.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×