Innlent

„Þetta virtist allt svo dökkt“

Úr myndasafni.
Úr myndasafni. Mynd/GVA
Sjónskert kona á níræðisaldri var rænd um hábjartan dag í Vogahverfinu í gær. Þjófurinn náði sjö þúsund krónum, leigubílakorti frá Blindrafélaginu og húslyklum. Þjófurinn er ófundinn en konan biður hann að skila persónulegum munum sínum.

Ragnheiður Jónsdóttir sem er á níræðisaldri var að koma af tónleikum í Langholtskirkju um fimm leytið í gær. Hún ákvað að stytta sér leið heim til sín og gekk eftir göngustíg að Ljósheimum. Hún var með bakpoka á öxlinni með persónulegum munum, t.d. húslyklum, leigubílakort frá Blindrafélaginu, stimpil með undirskrift hennar auk þess sem voru um 7000 krónur í pokanum.

Þjófurinn hljóp á brott og Ragnheiði var mjög brugðið.

„Ég held ekki. Ég hugsa að ég verði varkárari og vverð ekki með neitt sem ég vil ekki missa," sagði Ragnheiður aðspurð hvort hún hræðist eftir þetta að ganga á götum borgarinnar.

Ragnheiður er sjónskert og sá þjófinn því illa en hún telur að hann hafi verið í yngri kantinum.

„Hann var ekki hár og frekar grannur. Hann var með hettu yfir höfuðið. Þetta virtist allt svo dökkt. Að minnsta kosti í mínum augum," sagði Ragnheiður.

Fjölskylda Ragnheiðar hafði samband við lögregluna sem ráðlagði henni að skipta um lás á íbúðinni sinni en taldi ólíklegt að þjófurinn finnist. Hún biður þjófinn um að skila persónulegum munum sem voru í bakpokanum. Ef einhverjir hafa vísbendingar um hver þjófurinn er eru þeir beðnir um að hafa samband við lögregluna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×