Innlent

Skíðasvæðin víða opin

Frá Hlíðarfjalli.
Frá Hlíðarfjalli. MYND/Ægir

Allir sem mæta í lopapeysu á skíðasvæðið í Dalvík fá óvæntan glaðning „Heiðrum íslensku sauðkindina og fyllum fjallið af mislitum lopapeysum," segir Einar Hjörleifsson umsjónarmaður. Hinir Svarfdælsku Bakkabræður mæta á svæðið. Útbúinn hefur verið sérstök braut fyrir snjóþotur og stigasleða. Skíðasvæðið verður opnar klukkan 10 og verður opið til 17.

Skíðasvæðið á Siglufirði verður opið í dag frá klukkan 10 til 17. Egill Rögnvaldsson, umsjónarmaður, segir að skíðafærðið sé afar gott, norðaustanátt og 4-8 metrar á sekúndu.

„Það verður nóg um að vera hjá okkur í dag, meðal annars garpamót og leikabraut. Þá fer fram brettasýning við Hól klukkan átta í kvöld," segir Egill.

Í dag er opið í Bláfjöllum frá klukkan 10 til 17 en lokað í Skálafelli vegna hvassviðris. Í Bláfjöllum er frábært veður, segir Magnús Árnason framkvæmdastjóri skíðasvæða hjá borginni.

„Spár gera ráð fyrir björtu veðri hér á suðvestanhorninu þannig að útlit er fyrir frábæran dag til skíða og brettaiðkunar í fjöllunum dag,“ segir í Magnús í tilkynningu.

Skíðasvæðið í Tindastól verður einnig opið til klukkan 17 í dag. Þar er mikill og góður snjór, að sögn Viggós Jónssonar umsjónarmanns. „Það var frost í nótt og því er færið mjög gott núna. Göngubrautin er troðin og er frábært rennsli í henni."

Skíðasvæðið á Hlíðarfjalli er opið í dag frá klukkan 9 til 17. Klukkan 15 stíga Hvanndalsbræður á stokk og skemmta skíðafólkinu. Fjögurra stiga frost var í Hlíðarfjalli í morgun.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×