Innlent

Beita þurfti klippum á Bústaðavegi

Slökkvilið þurfti að beita klippum til að ná þremur út úr bifreið sem ekið var á ljósastaur á mótum Bústaðavegar og Reykjanesbrautar á þriðja tímanum í nótt. Fólkið var flutt á slysadeild en að sögn lögreglu er þau ekki mikið slösuð.

Ekki er vitað hvað olli slysinu en ökumaðurinn er ekki grunaður um ölvun við akstur. Bifreiðin er mikið skemmd að sögn lögreglu.

Að öðru leyti var nóttin róleg hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×