Innlent

Víða hálka

Fram kemur í tilkynningu frá Vegagerðinni að víðsvegar um landið eru hálka og hálkublettir. Aðalleiðir á Suðurlandi eru auðar en hálkublettir eru á Lyngdalsheiði. Hálka og skafrenningur er á Holtavörðuheiði en hálkublettir á nokkrum öðrum heiðum á Vesturlandi.

Á Vestfjörðum er þæfingsfærð á Klettshálsi, Steingrímsfjarðarheiði er þungfær en annars staðar er ýmist autt eða lítilsháttar hálka.

Vegir eru að mestu auðir á Norðurlandi vestra. Þó eru hálkublettir og skafrenningur á Þverárfjalli og hálka og él á Siglufjarðarvegi. Lágheiði er opin en þar er hálka.

Það er hálka á Öxnadalsheiði. Éljagangur er við Eyjafjörð og í Þingeyjarsýslum og víða snjóþekja eða hálka. Þungfært er á Hólasandi og Mývatnsörðæfum og einnig á Hálsum.

Ófært er á Möðrudalsöræfum, Vopnafjarðarheiði, Sandvíkurheiði og Vatnsskarði eystra en snjóþekja er víða á Austurlandi. Breiðdalsheiði er ófær.

Vegir með austurströndinni eru auðir frá Reyðarfirði og suður.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×