Innlent

Hálka og hálkublettir víða

Aðalleiðir á Suðurlandi eru auðar en hálkublettir eru á Lyngdalsheiði. Það er hálka og skafrenningur á Holtavörðuheiði en hálkublettir á nokkrum öðrum heiðum á Vesturlandi.

Á Vestfjörðum er verið að moka Steingrímsfjarðarheiði en annars staðar er ýmist autt eða hálkublettir. Snjóþekja er á Ennishálsi á Ströndum.

Hálkublettir eru á Vatnsskarði og Þverárfjalli en það er hálka og éljagangur á Siglufjarðarvegi og Lágheiði. Þá eru hálkublettir á Öxnadalsheiði og við Eyjafjörð. Á Norðausturlandi er éljagangur og hált nokkuð víða.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×