Innlent

Þarf að svara til saka fyrir fjöldamorð

Yfirvöld í Bandaríkjunum hafa neitað hinum 89 ára gamla Ivan Demjanjuk um undanþágu um að framselja hann ekki til Þýskalands. Hann er sagður hafa aðstoðað við morð á 29 þúsund gyðingum þegar hann starfaði sem fangavörður í útrýmingarbúðum í síðari heimsstyrjöldinni.

Demjanjuk var í öðru sæti á lista sem settur var saman fyrir ári síðan yfir eftirlýsta stríðsglæpamenn úr liði nasista.

Sonur hans, John Demjanjuk Jr., segir að ákvörðun yfirvalda verði áfrýjað á mánudaginn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×