Erlent

Einn látinn eftir skotárás í Hollandi

Árásin átti sér stað á kaffihúsi í borginni Rotterdam í Hollandi.
Árásin átti sér stað á kaffihúsi í borginni Rotterdam í Hollandi.
Einn er látinn og þrír slasaðir eftir að maður hóf skothríð á þéttsetnu kaffihúsi í borginni Rotterdam í Hollandi í dag. Kaffihúsagestir yfirbuguðu manninn og héldu honum föngnum þangað til lögregla kom á staðinn.

Talsmaður lögreglunnar segir að árásarmaðurinn sé 46 ára gamall Hollendingur búsettur í borginni. Ekki er vitað nánar um tildrög skotárásarinnar.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×