Innlent

Óku vélsleðum fram af hengju

Tveir menn slösuðust þegar þeir óku vélsleðum sínum fram af hengju og lentu ofan í gilli austan við Sandfell í Öxarfirði í gær. Annar missti meðvitund en rankaði brátt við sér.

Þegar björgunarmönnum varð ljóst að það tæki nokkrar klukkustundir að koma mönnunum landveginn til læknis var kallað eftir þyrlu Landhelgisgæslunnar, sem sótti þá og flutti á sjúkrahúsið á Akureyri. Þá hlaut ökumaður fjórhjóls opið beinbrot þegar hjól hans valt á Krísuvíkurvegi skammt suður af Hafnarfirði í gærkvöldi og hafnaði ofan á honum. Hann var fluttur með sjúkrabíl á slysadeild Landspítalans.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×