Innlent

Sami dómari dæmdi Benjamín fyrir líkamsárás og nauðgun

Andri Ólafsson skrifar

Benjamín Þór Þorgrímsson gagnrýnir dómara sem dæmdi hann í fangelsi fyrir þrjár líkamsárásir á dögunum. Leiðir dómarans og Benjamíns hafa áður legið saman.

Benjamín Þór Þorgrímsson var í vikunni dæmdur í 15 mánaða fangelsi fyrir þrjá líkamsárásir. Sú árás sem líklega hefur vakið hvað mesta athygli er árásin á Ragnar Magnússon sem Kompásmenn tóku upp og sýndu í þætti sínum. Sú árás átti rætur sínar að rekja til handrukkunar en Benjamín vildi að Ragnar myndi greiða honum nokkrar milljónir króna fyrir orð sem hann lét hafa eftir sér í fjölmiðlum.

Benjamín var afar ósáttur við dóminn. Í viðtölum við fjölmiðla fyrir helgi segir Benjamín að það mætti halda að dómarinn sem dæmdi í málinu, Símon Sigvaldason, og Ragnar Magnússon séu frændur. Þá sagði Benjamín einnig að Símon gegni undir nafninu "hin grimmi".

En þetta er ekki í fyrsta skiptið sem leiðir dómarans Símonar Sigvaldasonar og Benjamíns Þórs liggja saman. Símon dæmdi Benjamín í tveggja ára fangelsi árið 1992 fyrir að hafa ásamt félaga sínum nauðgað 13 ára telpu í húsi á Hellissandi. Benjamín nauðgaði stúlkunni en félagi hans hélt henni niðri á meðan.

Benjamín neitaði sök í málinu líkt og hann gerði í líkamsárásarmálunum þremur sem gerð voru upp nú fyrir helgi. En Símon Sigvaldason dæmdi hann sekann í öll skiptin.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×