Erlent

Vítisengill laminn til dauða á áströlskum flugvelli

Það er ekki tekið út með sældinni að vera Vítisengill í Ástralíu.
Það er ekki tekið út með sældinni að vera Vítisengill í Ástralíu.

Maður, sem talið er að sé Vítisengill, var laminn til dauða af fjórum mönnum vopnuðum hafnaboltakylfum í gær.

Maðurinn var að koma með flugi til Sidney þegar mennirnir komu gangandi upp að honum og lömdu hann til dauða. Vitni sögðu að mennirnir fjórir hefðu beitt kylfunum eins og sverðum á meðan maðurinn lá á gólfinu.

Lögreglan hefur ekki gefið upp hverjir tókust á en samkvæmt vitnum og áströlskum fjölmiðlum þá var það vélhjólagengið Comancheros sem myrtu meðlim Vítisengla.

Maðurinn sem ráðist var á var tuttugu og átta ára gamall en hann var færður á spítala þar sem hann dó.

Málið hefur vakið mikinn óhug í Ástralíu en fimmtíu manns urðu vitni að árásinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×