Innlent

Fjármálaráðuneytið fundar með starfsfólki SPRON

Nú stendur yfir fundur með fjármálaráðuenytinu við starfsfólk SPRON eftir að skilanefnd var settur yfir bankann í gær. Fundurinn er á Grand Hótel og er lokaður.

Fundurinn hófst klukkan tvö. Samkvæmt heimildum Vísis þá er verið að fara yfir stöðu mála með starfsfólkinu, það mátti heyra klappað í salnum nú fyrir stundu.

Starfsfólkinu er brugðið eftir að þeir fréttu um stöðu bankans í beinni útsendingu í gær ásamt alþjóð. Þá má geta þess að Vísir greindi frá því í gær að árshátíð starfsfólks Sparisjóðabankans fór fram í gærkvöldi eftir að tilkynnt var að bankinn yrði settur í greiðslustöðvun.


Tengdar fréttir

Árshátíð Icebank er í kvöld

Árshátíð Icebank verður haldin í kvöld en starfsfólk bankans fengu þær frétti nú rétt fyrir kvöldmat að bankinn yrði settur í greiðslustöðun, á meðan greiðslumiðlun bankans færi undir Seðlabanka Íslands. Viðskiptaráðherrann, Gylfi Magnússon, sagði á blaðamannafundi fyrr í kvöld að hugur hans og fleirri væru hjá starfsfólki Sparisjóðabankans auk SPRON.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×