Erlent

Hundruð þúsunda sáu Páfann í Angóla

Benedikt Páfi á góðri stundu á skrifstofunni.
Benedikt Páfi á góðri stundu á skrifstofunni.

Hundruð þúsunda íbúa í Angóla komu saman í dag til þess að hlusta á Beneditkt 16 páfa. Engu skipti þó að tvær konur létu lífið á laugardaginn vegna troðnings. Öryggisgæslan var gríðarlega ströng.

Páfinn hvatti íbúa Angóla til þess að leysa upp ský illskunnar sem hefði vomað yfir ríkinu í formi stríðs í gegnum árin. Hann sagði fórnakostnaðinn of mikinn, og hafa varað of lengi.

Mikill hluti íbúa Angóla hafa nýtt hvert tækifæri til þess að sjá páfann og elta hann á röndum. Kaþólikkar eru rúmur helmingur af þjóðinni.

Á laugardaginn hvatti páfinn fólk til þess að lifa í ótta við anda kirkjunnar. Hann bætti við að kaþólska kirkjan ætti að reyna að ná til þeirra sem trúa því á galdra og drauga en mannréttindasamtök hafa haldið því fram að börn í Angóla sé misþyrmt vegna þess að íbúar trúa því að þau séu haldin illum öndum.

Ferð Páfans um Angóla er hluti af ferðalagi hans um Afríku.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×