Innlent

Verksmiðjustjóri var lækkaður í tign - ekki rekinn

Eskifjörður
Eskifjörður

Haukur Jónsson var ekki sagt upp hjá fiskimjölsverksmiðjunni Eskju hf. eftir að sænskur fréttaskýringaþáttur tók við hann viðtal. Í tilkynningu frá Eskju segir að Haukur starfi hinsvegar ekki lengur sem verksmiðjustjóri, heldur undir nýjum yfirmanni.

Því var engu að síður haldið fram í lok þáttarins sem heitir Brennpunkt.

Orðrétt hljóðar tilkynninging svona:

Að gefnu tilefni vill Eskja hf. taka það fram að verksmiðjustjóra félagsins hefur ekki verið vikið úr starfi vegna fréttaskýringaþátts eins og komið hefur fram í íslenskum fréttamiðlum. Hinsvegar voru skipulagsbreytingar gerðar á félaginu og ráðinn nýr yfirmaður yfir mjöl og lýsisdeild með breyttar áherslur. Verksmiðjustjóri Eskju hf. starfar enn og mun starfa hjá félaginu og heyrir undir nýjan yfirmann mjöl og lýsisdeildar.

Páll Snorrason framkvæmdastjóri fjármála og rekstrarsviðs.




Tengdar fréttir

Verksmiðjustjóri rekinn vegna fréttaskýringaþáttar

„Ég hef ekkert um málið að segja," segir Haukur Jónsson fyrrverandi verksmiðjustjóri fiskimjölsverksmiðjunnar Eskju á Eskifirði en hann var rekinn úr starfi eftir að viðtal við hann birtist í sænskum fréttaskýringaþætti fyrir skömmu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×