Erlent

Spítali dauðans virti aðvaranir af vettugi

Spítali dauðans reyndist vera með ótrúlega háa dánartíðni.
Spítali dauðans reyndist vera með ótrúlega háa dánartíðni.

Spítalinn Stafford Hospital í Staffordshire hefur lent í hringiðu hneykslis í Bretlandi eftir að í ljós kom að tala látinna á spítalanum var gríðarlega há og mun hærri en hjá svipuðum sjúkrahúsum í Englandi samkvæmt Telegraph. Í ljós hefur komið að spítalinn var margagnrýndur fyrir lélegan aðbúnað af heilbrigðiseftirlitinu í Bretlandi, án þessa þó að bregðast nokkurn tímann við því.

Í grein Telegraph sem birtist í dag kemur fram að forsvarsmenn spítalans hafi beinlínis virt að vettugi viðvaranir heilbrigðiseftirlitsins. Sú fyrsta kom árið 2002 en þá var bent á að starfsfólk væri of fáliðað. Árið 2006 var spítalinn síðan áminntur fyrir að vera ekki nógu þriflegur. Aftur tóku forsvarsmenn spítalans ekki mark á viðvörunarorðum.

Samkvæmt greininni var það ekki fyrr óvanalega há dánartíðni á spítalanum sem vakti athygli yfirvalda. Í kjölfarið hefur forstjóri og stjórnarformaður spítalans hætt störfum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×