Innlent

Réðust á pizzasendil í Reykjanesbæ

Þrír dökkklæddir menn með lambhúshettur réðust á pizzusendil við Hrannargötu í Reykjanesbæ laust fyrir klukkan tíu í gærkvöldi. Einn þeirra var vopnaður hnífi og sló hann sendilinn tvisvar í höfuðið með skeftinu og hinir tveir lömdu hann líka.

Sendillinn vankaðist við höfuðhöggin en komst undan og kallaði á lögreglu. Hann var lemstraður og blóðugur eftir árásina og var fluttur á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja, þar sem meðal annars þurfti að sauma saman skurð á höfði hans. Árásarmennirnir komust undan en höfðu á brott með sér nokkrar pizzur úr bíl sendilsins. Þeir eru ófundnir eftir því sem Fréttastofan kemst næst.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×