Innlent

Sjúkratryggingar endurgreiða 55 milljónir

Sjúkratryggingar Íslands að endurgreiða sjúkratryggðum einstaklingum kostnað vegna heilbrigðisþjónustu á seinasta ári  í heildina 55 milljónir króna. Rúmlega 14.000 einstaklingar njóta góðs af, að fram kemur í tilynningu frá stofnunni. Upphæðirnar eru misháar en meðalgreiðsla á hvern einstakling er um 4.000 krónur.

Í tilkynningunni segir að þetta sé í annað skiptið sem heilbrigðiskostnaður sé endurgreiddur á grundvelli rafræns greiðsluuppgjörs við sjálfstætt starfandi sérfræðinga og Landspítala. ,,Reikningar koma enn ekki rafrænt frá heilsugæslustöðvum, heimilislæknum og öðrum sjúkrahúsum en Landspítala og þarf því að skila frumritum þeirra til Sjúkratrygginga Íslands svo greiðslurnar gangi upp í afsláttarkort."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×