Innlent

Verksmiðjustjóri rekinn vegna fréttaskýringaþáttar

Fiskimjölsverksmiðjan er á Eskifirði.
Fiskimjölsverksmiðjan er á Eskifirði.

„Ég hef ekkert um málið að segja," segir Haukur Jónsson fyrrverandi verksmiðjustjóri fiskimjölsverksmiðjunnar Eskju á Eskifirði en hann var rekinn úr starfi eftir að viðtal við hann birtist í sænskum fréttaskýringaþætti fyrir skömmu.

Í þættinum var fjallað um hve mikinn villtan fisk þarf til að halda uppi hinum ört vaxandi fiskeldisiðnaði Noregs.

Framkoma Hauks Jónssonar í þættinum vakti hörð viðbrögð í Svíþjóð en nær allt mjöl sem verskmiðjan hans framleiðir fer í norskan eldislax sem svo er seldur í Svíþjóð en þar er hann markaðassettur sem umhverfisvæn og sjálfbær vara.

Í myndskeiði má sjá Hauk á svartfuglsveiðum vopnaður haglabyssu.

„Þetta er alveg skelfilegt helvítis helvíti," sagði Haukur vopnaður riffli á myndskeiðinu og bætti svo við á ensku: „We have to kill something."

Framkoma Hauks í þættinum vakti hörð viðbrögð. Þá sýnir hann einnig forsvarsmönnum þáttarins verksmiðjuna og hvernig hún virkar.

Haukur vildi ekkert tjá sig um málið þegar haft var samband við hann fyrr í dag.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×