Innlent

Skartgripaþjófurinn handtekinn

Skartgripaþjófurinn að störfum.
Skartgripaþjófurinn að störfum.

Lögreglan á höfðuðborgarsvæðinu handtók í morgun mann, sem grunaður hefur verið um þjófnaði úr skartgripaverslunum undanfarna daga.

Ábendingar bárust frá fólki strax eftir að fjölmiðlar birtu myndir af viðkomandi fyrir helgina. Þegar unnið var úr vísbendingunum beindist athyglin að tilteknum manni er kom heim og saman við fyrirliggjandi upplýsingar. Hann hefur viðkennt aðild að brotunum og gefið skýringu á tilefni þeirra.

Maðurinn verður yfirheyrður nánar í dag.


Tengdar fréttir

Ráðist á úrsmið

Nú fyrir stundu var ráðist á Frank Michelsen og vökva sprautað í augun á honum, hugsanlega piparúða.

Hefur þú séð skartgripaþjófinn?

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu leitar manns sem hefur síðustu daga komið í skartgripaverslanir með það fyrir augum að stela verðmætum. Í hádeginu í gær var gerð tilraun til ráns í skartgripaverslun við Laugaveg. Starfsmaður verslunarinnar var úðaður með piparúða en maðurinn náði engu fémætu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×