Innlent

Sigla til Ísafjarðar með veikan skipverja

Ísafjörður.
Ísafjörður.
Grænlenskur togari siglir nú fulla ferð áleiðis til Ísafjarðar með veikan sjómann sem þarf að komast undir læknishendur. Talið er að hann sé með botnlangakast og hafa skipstjórnendur verið í sambandi við þyrlulækni Landhelgisgæslunnar og notið aðstoðar hans. Ekki hefur þótt ástæða til að senda þyrlu eftir sjúklingnum, þar sem búist er við togaranum til hafnar á Ísafirði klukkan hálfellefu fyrir hádegi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×