Innlent

Svara fyrir sjónvarpsþátt

Koma sænskra sjónvarpsmanna þangað dregur dilk á eftir sér.
fréttablaðið/gva
Koma sænskra sjónvarpsmanna þangað dregur dilk á eftir sér. fréttablaðið/gva

Umfjöllun sænska ríkissjónvarpsins um mjölvinnslu Eskju hf. á Eskifirði hefur dregið dilk á eftir sér. Í þættinum, sem Fréttaauki Sjónvarps fjallaði um í gær, er rætt við þá Hauk Björnsson framkvæmdastjóra og nafna hans Jónsson verksmiðjustjóra.

Eftir sýningu þáttarins ytra fór Þorsteinn Kristjánsson eigandi til fundar við norska viðskiptavini til að fullvissa þá um að sjónarmið starfsmannanna væru ekki stefna fyrirtækisins.

Haukur Jónsson starfar enn hjá fyrirtækinu en ekki sem verksmiðjustjóri. en Haukur Björnsson lét af störfum sem framkvæmdastjóri 9. mars. Þorsteinn tók við af honum og segir eingöngu um skipulagsbreytingar að ræða.

Í yfirlýsingu sem Eskja sendi frá sér til viðskiptavina sinna á ensku þann dag, en ekki var dreift til fjölmiðla, segir hins vegar að skipulagsbreytingarnar séu nauðsynlegar til að „endurreisa traust á fyrirtækinu hjá viðskiptavinum þess og til að takast á við þær alvarlegu aðstæður sem komu upp í kjölfar sænska sjónvarpsþáttarins Uppdrag Granskning 25. febrúar“.

Í annarri yfirlýsingu segir Þorsteinn að sænski sjónvarpsmaðurinn hafi komið á fölskum forsendum og því velt upp hvort framkoma hans og úrvinnsla efnis brjóti siðareglur sænskra blaðamanna.- kóp




Fleiri fréttir

Sjá meira


×