Fleiri fréttir Kristján Þór hugsanlega í formannsslag Sjálfstæðismaðurinn og þingmaður Norðausturkjördæmis, Kristján Þór Júlíusson hefur boðað til blaðamannafundar á Akureyri í dag þar sem hann mun kynna áform sín um forystukjör í Sjálfstæðisflokknum, eins og hann orðar það í tilkynningu. 22.3.2009 11:00 Varar við rafvirkjum á barnalandi Framkvæmdarstjóri Samtaka atvinnurekanda í raf- og tölvuiðnaði, Ásbjörn R. Jóhannsson, varar við réttindalausum rafvirkjum sem auglýsa þjónustu sína á vefsvæðinu Barnaland.is, en grein um þetta mál ritar hann í Morgunblaðið í dag. 22.3.2009 10:56 Komu í veg fyrir mannskæða árás Ísraelska lögreglan tilkynnti í morgun að hún hefði komið í veg fyrir mannskæða sprengjuárás herskárra Palestínumanna fyrir utan troðfulla verslunarmiðstöð í Haifa í norðurhluta Ísraels. 22.3.2009 10:08 Fimm ára næstum drukknuð Fimm ára stúlka var nær drukknuð í sundlauginni á Hellu síðdegis í gær en með snarræði tókst sundlaugagestum og starfsfólki laugarinnar að bjarga henni. Samkvæmt lögreglunni þá fannst stúlkan meðvitundarlaust á botni laugarinnar. Starfsfólk náði henni upp úr og tókst þeim að endurlífga stúlkuna. 22.3.2009 09:46 Hellisheiðin fær Búið er að opna Hellisheiðina eftir að þar var ófært, bæði vegna þriggja bíla áreksturs í gær, og óðveðurs. 22.3.2009 09:09 Boðar hertar aðgerðir gegn bónusgreiðslum Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, hefur boðað harðara aðhald með bónusgreiðslum fyrirtækja sem hafa hlotið aðstoð bandaríska ríkisins. 22.3.2009 06:00 Sjálfstæðisflokkur braut lög Sjálfstæðisflokkur braut lög þegar hann veitti þrjú hundruð þúsund króna styrk frá Neyðarlínunni viðtöku. Framkvæmdastjóri Neyðarlínunnar segir að honum hafi ekki verið kunnugt um að styrkveitingin væri lögbrot. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2 í kvöld. 22.3.2009 00:00 Árshátíð Icebank er í kvöld Árshátíð Icebank verður haldin í kvöld en starfsfólk bankans fengu þær frétti nú rétt fyrir kvöldmat að bankinn yrði settur í greiðslustöðun, á meðan greiðslumiðlun bankans færi undir Seðlabanka Íslands. Viðskiptaráðherrann, Gylfi Magnússon, sagði á blaðamannafundi fyrr í kvöld að hugur hans og fleirri væru hjá starfsfólki Sparisjóðabankans auk SPRON. 21.3.2009 20:44 Gylfi Magnússon: Hugur okkar er hjá starfsfólkinu Fjármálaeftirlitið hefur sett skilanefnd yfir SPRON og ákveðnir þættir munu færast yfir til Kaupþings, þá mun greiðslumiðlun Sparisjóðabankans færast til Seðlabankans. Sparisjóðabankinn fer hinsvegar hefðbundna leið í greiðslustöðvun sem er undanfari gjaldþrots.Þetta var tilkynnt á blaðamannafundi með Gylfa Magnússyni, viðskiptaráðherra og Gunnarri Haraldssyni stjórnarformanni Fjármálaeftirlitsins sem var haldinn í Þjóðmenningarhúsinu um hálf sjö í kvöld. 21.3.2009 18:45 Sex Sparisjóðir óska eftir aðstoð Sex Sparisjóðir hafa óskað eftir aðstoð ríkisins í samræmi við við reglur sem gefnar voru út 17. desember síðöast liðinn um framlag ríkissjóðs til sparisjóða. 21.3.2009 17:22 Segir viðbrögð vegna hvalveiði skaðleg þjóðinni Fjármálaráðherra segir að viðbrögð bandarísku verslunarkeðjunnar Whole Foods Market við hvalveiðum Íslendinga sýni, að veiðarnar hafi skaðleg áhrif á hagsmuni þjóðarinnar. Meta þurfi hvort hvalveðum skuli haldið áfram. 21.3.2009 19:13 Kostnaður einkaspítalans fellur ekki á skattborgara Kostnaður við bráðaþjónustu myndi aldrei falla á íslenska ríkið segir hjúkrunarfræðingur hjá Salt sem hyggur á samstarf með Mayo Clinic í Reykjanesbæ. Hægt væri að hefja starfsemina í lok ársins. 21.3.2009 19:05 Tekist á um sunnlenska orku Sjálfstæðismenn í Suðurkjördæmi halda kjördæmisþing á Hótel Selfossi í dag og hófst þingið klukkan 13. Samkvæmt heimildum Sunnlendings.is hyggjast sjálfstæðismenn í Árnessýslu bera fram tillögu á þinginu þess efnis að virkjuð orka á Suðurlandi verði nýtt til atvinnuuppbyggingar á Suðurlandi en ekki annarsstaðar. Á þinginu mun kjörnefnd jafnframt kynna tillögu að framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi vegna komandi kosninga til Alþingis. 21.3.2009 13:36 Skíðasvæði víða opin Skíðasvæðið á Siglufirði opnar klukkan tíu og verður opið til fjögur. Vindurinn er hægur og veðrið milt. Þá er skíðasvæðið í Tindastól einnig opið til kl 17 í dag. 21.3.2009 09:41 Þriggja bíla árekstur á Hellisheiðinni Færðin á hellisheiðinni snarversnaði nú síðdegis með skyndilegri snjókomu en fyrir tæplega hálftíma síðan varð þriggja bíla árekstur við Kambana. 21.3.2009 17:13 Íslensk yfirvöld geta kyrrsett eignir á aflandseyjum Í nýrri skýrslu sem Arnar Jensson, tengiliður Ríkislögreglustjóra við Europol, sendi frá sér í dag, kemur fram að íslensk yfirvöld séu nú í samstarfi við sérstaka skrifstofu Europol sem aðstoðar samstarfslöndin viða að hafa uppi á ávinningi afbrota, kyrrsetja/haldleggja hann og undibúa upptökukröfur. 21.3.2009 17:02 Ungir Framsóknarmenn fengu styrk Valgerðar „Þessu styrkur var fyrir norræna ráðstefnu ungs fólks sem Samband ungra Framsóknarmanna áttu aðild að, en styrkurinn var í gegnum þá," segir Valgerður Sverrisdóttir, fyrrum utanríkisráðherra, en í skýrslu ríkisendurskoðunar um fjárframlög til stjórnmálaflokka kemur fram að utanríkisráðuneytið hafi styrkt Framsóknarflokkinn um nítíu þúsund krónur. Þá gegndi Valgerður stöðu utanríkisráðherra. 21.3.2009 16:19 Aldís fannst látin Aldís Westergren fannst látin í Langavatni í dag. Lögreglan og hjálparsveitir voru búnir að leita á svæðinu áður, en vegna betra færis þá fannst hún í dag. 21.3.2009 15:07 Utanríkisráðherrann Valgerður styrkti eigin flokk Utanríkisráðuneytið styrkti Framsóknarflokkinn um nítíu þúsund krónur árið 2006 samkvæmt gögnum Ríkisendurskoðunar um fjárframlög til stjórnmálaflokka. Þá var Framsóknarkonan Valgerður Sverrisdóttir utanríkisráðherra en hún gengdi því embætti frá 2006-2007. 21.3.2009 15:01 Össur Skarphéðinsson: Útilokar samstarf við Sjálfstæðismenn Iðnaðarráðherran Össur Skarphéðinsson skrifar í pilsti á vefsvæði Eyjunnar að hann sé sammála formannsefni Sjálfstæðisflokksins, Bjarna Benediktssonar, um að flokkarinn ættu ekki að fara í samstarf eftir næstu kosningar. 21.3.2009 13:18 Gyurcsany segir af sér Ferenc Gyurcsany, foræstisráðherra Ungverjalands, tilkynnti í morgun að hann ætlaði að láta af embætti. Vinsældir ríkisstjórnar hans hafa hrunið vegna efnahagsþrenginga í alheimskreppunni. 21.3.2009 13:17 Meðstjórnendur kosnir hjá VG Kosning til meðstjórnanda á flokksþingi Vinstir grænna var að ljúka. Greidd voru 251 atkvæði og náðu eftirtaldir félagar kjöri sem aðalmenn í stjórn flokksins: 21.3.2009 12:58 Neyðarlínan var í meirihlutaeigu ríkisins Neyðarlínan var ekki orðinn opinbert hlutafélag þegar Sjáfstæðisflokkurinn falaðist eftir framlagi til flokksins en félagið var hinsvegar í meirihlutaeigu ríkisins. 21.3.2009 12:18 Bandaríkjamenn styðja Fogh Rasmussen Bandaríks stjórnvöld ætla að styðja Anders Fogh Rasmussen, forsætisráðherra Danmerkur, í embætti framkvæmdastjóra Atlantshafsbandalagsins. Þetta fullyrðir Pulitzer verðlaunaður dálkahöfundur á vef bandaríska blaðsins Washington Post í dag. 21.3.2009 12:14 Khamenei krefst aðgerða Khamenei æðstiklerkur í Íran segist ekki sjá neina breytingu á afstöðu Bandaríkjamanna gagnvart Íran. Hann vill þó ræða málin. Obama Bandaríkjaforseti bauð fyrir helgi nýtt upphaf í samskiptum Bandaríkjanna og Írans. 21.3.2009 12:00 Neyðarlínan styrkti Sjálfstæðisflokkinn Opinbera hlutafélagið Neyðarlínan ohf greiddi Sjálfstæðisflokknum þrjúhundruð þúsund krónur í framlag til kosningabaráttu flokksins fyrir síðustu kosningar. Hámarks framlag til stjórnmálaafls eru þrjú hundruð þúsund krónur. Athygli vekur að ríkissjóður á 73,6 prósent í Neyðarlínunni, restin skiptist á milli Reykjavíkurborgar, Landsvirkjunnar og Orkuveitu Reykjavíkur. 21.3.2009 11:25 Steingrímur endurkjörinn formaður Steingrímur Jóhann Sigfússon var endurkjörinn sem formaður Vinstri grænna en hann hefur gegnt embættinu frá stofnun flokksins. 21.3.2009 10:41 Grunaður um fíkniefnaakstur og þjófnað Einn karlmaður var handtekinn á Suðurnesjum grunaður um lyfjaakstur í nótt. Lögreglan færði manninn á lögreglustöðina þar sem þvag- og blóðprufa voru teknar úr manninum. Í ljós kom að í bifreið mannsins mátti einnig finna þýfi. 21.3.2009 09:25 Hefur þú séð skartgripaþjófinn? Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu leitar manns sem hefur síðustu daga komið í skartgripaverslanir með það fyrir augum að stela verðmætum. Í hádeginu í gær var gerð tilraun til ráns í skartgripaverslun við Laugaveg. Starfsmaður verslunarinnar var úðaður með piparúða en maðurinn náði engu fémætu. 20.3.2009 21:23 Ekki fleiri mótmælafundir - í bili Raddir fólksins, sem hafa staðið fyrir mótmælafundum á Austurvelli í allan vetur, eða síðan 11. október, boða hér með hlé á fundunum um óákveðinn tíma. Enginn fundur verður því á Austurvelli á morgun, laugardaginn 21. mars. 20.3.2009 22:47 Sjálfstæðisflokkur og Samfylking ekki á leið í samstarf Geir H. Haarde segir að langt sé í að Sjálfstæðisflokkur og Samfylking fari aftur saman í samstarf. Þetta kom fram í spjalli Geirs við Sölva Tryggvason á Skjá einum nú í kvöld. Geir sagðist biðjast afsökunar á öllum þeim mistökum sem hann hefur gert. Hann gæti hinsvegar ekki beðist afsökunar á mistökum annarra. 20.3.2009 21:54 Samfylkingin stendur vel þrátt fyrir tap Samfylkingin tapaði mest allra stjórnmálaflokka á árinu 2007 eða um 90 milljónum króna. Skúli Helgason fyrrum framkvæmdarstjóri flokksins segir tapið skiljanlegt þar sem rekstur stjórnmálaflokka sé nokkurskonar vertíðarbúskapur. Á kosningaári eyði flokkarnir en noti hin til þess að safna fé. Hann segir Samfylkinguna hafa náð að greiða allar sínar kosningaskuldir frá árinu áður sem sé einsdæmi. 20.3.2009 20:30 Nauðsynlegt að dreifa áhættu af orkusölu Fulltrúar Samfylkingar og Vinstri grænna telja ljóst af endurskoðunarskýrslu við ársreikning 2008 að nauðsynlegt sé að dreifa mun betur áhættu af orkusölu til stóriðju. 20.3.2009 19:51 Varast skal pólitískar stöðuveitingar Í skýrslu Endurreisnarnefndar Sjálfstæðisflokksins sem birt var í dag segir að flokknum hafi verið legið á hálsi að hafa staðið fyrir pólitískum stöðuveitingum. Því verði flokkurinn að taka af skarið og heita því og sjá til þess að opinberar stöðuveitingar verði ákveðnar á faglegum og hlutlægum grundvelli. Þá segir að Sjálfstæðisflokkurinn hefði átt að beita sér fyrir því að skera á tengsl stjórnmálaflokka, ríkisstofnana og viðskiptabanka. 20.3.2009 19:41 Óvenjuleg samskipti við ótamin ljón Suður-Afríkumaðurinn Kevin Richardson á í vægast sagt óvenjulegum samskiptum við ljón. Hann hefur unnið með atferli ljóna í meira en áratug á verndarsvæði sínu nærri Jóhannesarborg. Ljónin virðast viðurkenna hann fullkomlega, en rétt er að taka það fram að ekki er um tamin ljón að ræða. 20.3.2009 19:30 Björgvin skipar efsta sætið í Suðurkjördæmi Kjördæmisþing Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi samþykkti framboðslista sinn fyrir komandi kosningar til Alþingis á fundi sínum í kvöld. Björgvin G. Sigurðsson skipar efsta sæti listans en athygli vekur að Lúðvík Bergvinsson þingmaður er í tuttuguasta sæti listans. Á listanum eru jafn margar konur og karlar og hlutfall kynjanna er líka jafnt í 10 efstu stætunum og í þeim 10 neðstu. 20.3.2009 19:22 Rætt um að krónubréf fari í mannvirkjagerð Viðræður standa yfir við erlenda eigendur krónubréfa um að hluta þeirra verði umbreytt í fjárfestingar í orkuverum og samgöngumannvirkjum á Íslandi. Slíkir samningar gætu létt þrýstingi af krónunni og um leið stuðlað að umfangsmiklum framkvæmdum. 20.3.2009 18:49 Ráðherra hefur spurningar um einkasjúkrahús Ögmundur Jónasson heilbrigðisráðherra vill fá því svarað hvort íslenskir skattgreiðendur eigi að verða bakhjarl einkasjúkrahúss fyrir erlenda sjúklinga, sem áformað er á Suðurnesjum. 20.3.2009 18:43 Rúmlega fjögur þúsund plöntur á þremur mánuðum Lögreglan stöðvaði aðra stóra kannabisverksmiðju á Kjalarnesinu í gær. Alls hafa rúmlega 4000 plöntur verið haldlagðar það sem af er ári. Við erum enn að fá ábendingar um framleiðslustaði og erum ekki hættir segir yfirmaður fíkniefnadeildar. 20.3.2009 18:30 Vara við fölskum atvinnutilboðum Efnahagsbrotadeild ríkislögreglustjóra segir að upp á síðkastið hafi borið á því að íslenskum aðilum hafi borist tölvupóstar frá erlendum aðilum sem óska eftir að ráða fólk til vinnu. Atvinnutilboð þessi eru gjarnan um að viðkomandi taki að sér að leggja til bankareikninga í sínu nafni sem hinn erlendi aðili geti millifært inn á peninga. 20.3.2009 17:59 „Við eða Sjálfstæðisflokkurinn“ Pólarnir í íslenskum stjórnmálum eru Vinstrihreyfingin grænt framboð og Sjálfstæðisflokkurinn. Flokkarnir eru hinir raunverulegu valkostir, að mati Steingríms J. Sigfússonar. 20.3.2009 17:03 Allir stjórnmálaflokkarnir töpuðu fé árið 2007 Allir stjórnmálaflokkar landsins sýndu tap á rekstri sínum árið 2007 samkvæmt úttekt Ríkisendurskoðunar. Mesta tapið varð hjá Samfylkingunni eða 90 milljónir kr. en tekjur flokksins þetta ár námu 193 milljónum kr. 20.3.2009 16:25 Benjamín: Mætti að halda að dómarinn og Ragnar séu frændur Benjamín Þór Þorgrímsson, sem einnig er þekktur sem Benni Ólsari, er ósáttur með fjórtán mánaða fangelsisdóm sem hann hlaut í dag fyrir þrjár líkamsárásir. Hann er búinn að áfrýja dómnum til Hæstaréttar. 20.3.2009 15:52 Aðalmeðferð í máli ofbeldisfulls föður Aðalmeðferð fór fram í máli þriggja barna föður á höfuðborgarsvæðinu sem sakaður hefur verið um hrottalegt ofbeldi gagnvart þremur börnum sínum. Mál mannsins komst í hámæli síðastliðið haust þegar að fréttastofa Stöðvar 2 og Vísis sagði frá máli mannsins en hann hefur meðal annars verið sakaður um að nota eitt barna sinna sem hnífaskotskífu. 20.3.2009 15:45 Framsóknarforysta í mótsögn við sjálfan sig Sigurður Kári Kristjánsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir verðugt verkefni að komast því hversu margar mótsagnir hafi komið fram í málflutningi forystumanna Framsóknarflokksins á síðustu vikum um stuðning flokksins við minnihlutastjórn Jóhönnu Sigurðardóttir. 20.3.2009 15:22 Sjá næstu 50 fréttir
Kristján Þór hugsanlega í formannsslag Sjálfstæðismaðurinn og þingmaður Norðausturkjördæmis, Kristján Þór Júlíusson hefur boðað til blaðamannafundar á Akureyri í dag þar sem hann mun kynna áform sín um forystukjör í Sjálfstæðisflokknum, eins og hann orðar það í tilkynningu. 22.3.2009 11:00
Varar við rafvirkjum á barnalandi Framkvæmdarstjóri Samtaka atvinnurekanda í raf- og tölvuiðnaði, Ásbjörn R. Jóhannsson, varar við réttindalausum rafvirkjum sem auglýsa þjónustu sína á vefsvæðinu Barnaland.is, en grein um þetta mál ritar hann í Morgunblaðið í dag. 22.3.2009 10:56
Komu í veg fyrir mannskæða árás Ísraelska lögreglan tilkynnti í morgun að hún hefði komið í veg fyrir mannskæða sprengjuárás herskárra Palestínumanna fyrir utan troðfulla verslunarmiðstöð í Haifa í norðurhluta Ísraels. 22.3.2009 10:08
Fimm ára næstum drukknuð Fimm ára stúlka var nær drukknuð í sundlauginni á Hellu síðdegis í gær en með snarræði tókst sundlaugagestum og starfsfólki laugarinnar að bjarga henni. Samkvæmt lögreglunni þá fannst stúlkan meðvitundarlaust á botni laugarinnar. Starfsfólk náði henni upp úr og tókst þeim að endurlífga stúlkuna. 22.3.2009 09:46
Hellisheiðin fær Búið er að opna Hellisheiðina eftir að þar var ófært, bæði vegna þriggja bíla áreksturs í gær, og óðveðurs. 22.3.2009 09:09
Boðar hertar aðgerðir gegn bónusgreiðslum Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, hefur boðað harðara aðhald með bónusgreiðslum fyrirtækja sem hafa hlotið aðstoð bandaríska ríkisins. 22.3.2009 06:00
Sjálfstæðisflokkur braut lög Sjálfstæðisflokkur braut lög þegar hann veitti þrjú hundruð þúsund króna styrk frá Neyðarlínunni viðtöku. Framkvæmdastjóri Neyðarlínunnar segir að honum hafi ekki verið kunnugt um að styrkveitingin væri lögbrot. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2 í kvöld. 22.3.2009 00:00
Árshátíð Icebank er í kvöld Árshátíð Icebank verður haldin í kvöld en starfsfólk bankans fengu þær frétti nú rétt fyrir kvöldmat að bankinn yrði settur í greiðslustöðun, á meðan greiðslumiðlun bankans færi undir Seðlabanka Íslands. Viðskiptaráðherrann, Gylfi Magnússon, sagði á blaðamannafundi fyrr í kvöld að hugur hans og fleirri væru hjá starfsfólki Sparisjóðabankans auk SPRON. 21.3.2009 20:44
Gylfi Magnússon: Hugur okkar er hjá starfsfólkinu Fjármálaeftirlitið hefur sett skilanefnd yfir SPRON og ákveðnir þættir munu færast yfir til Kaupþings, þá mun greiðslumiðlun Sparisjóðabankans færast til Seðlabankans. Sparisjóðabankinn fer hinsvegar hefðbundna leið í greiðslustöðvun sem er undanfari gjaldþrots.Þetta var tilkynnt á blaðamannafundi með Gylfa Magnússyni, viðskiptaráðherra og Gunnarri Haraldssyni stjórnarformanni Fjármálaeftirlitsins sem var haldinn í Þjóðmenningarhúsinu um hálf sjö í kvöld. 21.3.2009 18:45
Sex Sparisjóðir óska eftir aðstoð Sex Sparisjóðir hafa óskað eftir aðstoð ríkisins í samræmi við við reglur sem gefnar voru út 17. desember síðöast liðinn um framlag ríkissjóðs til sparisjóða. 21.3.2009 17:22
Segir viðbrögð vegna hvalveiði skaðleg þjóðinni Fjármálaráðherra segir að viðbrögð bandarísku verslunarkeðjunnar Whole Foods Market við hvalveiðum Íslendinga sýni, að veiðarnar hafi skaðleg áhrif á hagsmuni þjóðarinnar. Meta þurfi hvort hvalveðum skuli haldið áfram. 21.3.2009 19:13
Kostnaður einkaspítalans fellur ekki á skattborgara Kostnaður við bráðaþjónustu myndi aldrei falla á íslenska ríkið segir hjúkrunarfræðingur hjá Salt sem hyggur á samstarf með Mayo Clinic í Reykjanesbæ. Hægt væri að hefja starfsemina í lok ársins. 21.3.2009 19:05
Tekist á um sunnlenska orku Sjálfstæðismenn í Suðurkjördæmi halda kjördæmisþing á Hótel Selfossi í dag og hófst þingið klukkan 13. Samkvæmt heimildum Sunnlendings.is hyggjast sjálfstæðismenn í Árnessýslu bera fram tillögu á þinginu þess efnis að virkjuð orka á Suðurlandi verði nýtt til atvinnuuppbyggingar á Suðurlandi en ekki annarsstaðar. Á þinginu mun kjörnefnd jafnframt kynna tillögu að framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi vegna komandi kosninga til Alþingis. 21.3.2009 13:36
Skíðasvæði víða opin Skíðasvæðið á Siglufirði opnar klukkan tíu og verður opið til fjögur. Vindurinn er hægur og veðrið milt. Þá er skíðasvæðið í Tindastól einnig opið til kl 17 í dag. 21.3.2009 09:41
Þriggja bíla árekstur á Hellisheiðinni Færðin á hellisheiðinni snarversnaði nú síðdegis með skyndilegri snjókomu en fyrir tæplega hálftíma síðan varð þriggja bíla árekstur við Kambana. 21.3.2009 17:13
Íslensk yfirvöld geta kyrrsett eignir á aflandseyjum Í nýrri skýrslu sem Arnar Jensson, tengiliður Ríkislögreglustjóra við Europol, sendi frá sér í dag, kemur fram að íslensk yfirvöld séu nú í samstarfi við sérstaka skrifstofu Europol sem aðstoðar samstarfslöndin viða að hafa uppi á ávinningi afbrota, kyrrsetja/haldleggja hann og undibúa upptökukröfur. 21.3.2009 17:02
Ungir Framsóknarmenn fengu styrk Valgerðar „Þessu styrkur var fyrir norræna ráðstefnu ungs fólks sem Samband ungra Framsóknarmanna áttu aðild að, en styrkurinn var í gegnum þá," segir Valgerður Sverrisdóttir, fyrrum utanríkisráðherra, en í skýrslu ríkisendurskoðunar um fjárframlög til stjórnmálaflokka kemur fram að utanríkisráðuneytið hafi styrkt Framsóknarflokkinn um nítíu þúsund krónur. Þá gegndi Valgerður stöðu utanríkisráðherra. 21.3.2009 16:19
Aldís fannst látin Aldís Westergren fannst látin í Langavatni í dag. Lögreglan og hjálparsveitir voru búnir að leita á svæðinu áður, en vegna betra færis þá fannst hún í dag. 21.3.2009 15:07
Utanríkisráðherrann Valgerður styrkti eigin flokk Utanríkisráðuneytið styrkti Framsóknarflokkinn um nítíu þúsund krónur árið 2006 samkvæmt gögnum Ríkisendurskoðunar um fjárframlög til stjórnmálaflokka. Þá var Framsóknarkonan Valgerður Sverrisdóttir utanríkisráðherra en hún gengdi því embætti frá 2006-2007. 21.3.2009 15:01
Össur Skarphéðinsson: Útilokar samstarf við Sjálfstæðismenn Iðnaðarráðherran Össur Skarphéðinsson skrifar í pilsti á vefsvæði Eyjunnar að hann sé sammála formannsefni Sjálfstæðisflokksins, Bjarna Benediktssonar, um að flokkarinn ættu ekki að fara í samstarf eftir næstu kosningar. 21.3.2009 13:18
Gyurcsany segir af sér Ferenc Gyurcsany, foræstisráðherra Ungverjalands, tilkynnti í morgun að hann ætlaði að láta af embætti. Vinsældir ríkisstjórnar hans hafa hrunið vegna efnahagsþrenginga í alheimskreppunni. 21.3.2009 13:17
Meðstjórnendur kosnir hjá VG Kosning til meðstjórnanda á flokksþingi Vinstir grænna var að ljúka. Greidd voru 251 atkvæði og náðu eftirtaldir félagar kjöri sem aðalmenn í stjórn flokksins: 21.3.2009 12:58
Neyðarlínan var í meirihlutaeigu ríkisins Neyðarlínan var ekki orðinn opinbert hlutafélag þegar Sjáfstæðisflokkurinn falaðist eftir framlagi til flokksins en félagið var hinsvegar í meirihlutaeigu ríkisins. 21.3.2009 12:18
Bandaríkjamenn styðja Fogh Rasmussen Bandaríks stjórnvöld ætla að styðja Anders Fogh Rasmussen, forsætisráðherra Danmerkur, í embætti framkvæmdastjóra Atlantshafsbandalagsins. Þetta fullyrðir Pulitzer verðlaunaður dálkahöfundur á vef bandaríska blaðsins Washington Post í dag. 21.3.2009 12:14
Khamenei krefst aðgerða Khamenei æðstiklerkur í Íran segist ekki sjá neina breytingu á afstöðu Bandaríkjamanna gagnvart Íran. Hann vill þó ræða málin. Obama Bandaríkjaforseti bauð fyrir helgi nýtt upphaf í samskiptum Bandaríkjanna og Írans. 21.3.2009 12:00
Neyðarlínan styrkti Sjálfstæðisflokkinn Opinbera hlutafélagið Neyðarlínan ohf greiddi Sjálfstæðisflokknum þrjúhundruð þúsund krónur í framlag til kosningabaráttu flokksins fyrir síðustu kosningar. Hámarks framlag til stjórnmálaafls eru þrjú hundruð þúsund krónur. Athygli vekur að ríkissjóður á 73,6 prósent í Neyðarlínunni, restin skiptist á milli Reykjavíkurborgar, Landsvirkjunnar og Orkuveitu Reykjavíkur. 21.3.2009 11:25
Steingrímur endurkjörinn formaður Steingrímur Jóhann Sigfússon var endurkjörinn sem formaður Vinstri grænna en hann hefur gegnt embættinu frá stofnun flokksins. 21.3.2009 10:41
Grunaður um fíkniefnaakstur og þjófnað Einn karlmaður var handtekinn á Suðurnesjum grunaður um lyfjaakstur í nótt. Lögreglan færði manninn á lögreglustöðina þar sem þvag- og blóðprufa voru teknar úr manninum. Í ljós kom að í bifreið mannsins mátti einnig finna þýfi. 21.3.2009 09:25
Hefur þú séð skartgripaþjófinn? Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu leitar manns sem hefur síðustu daga komið í skartgripaverslanir með það fyrir augum að stela verðmætum. Í hádeginu í gær var gerð tilraun til ráns í skartgripaverslun við Laugaveg. Starfsmaður verslunarinnar var úðaður með piparúða en maðurinn náði engu fémætu. 20.3.2009 21:23
Ekki fleiri mótmælafundir - í bili Raddir fólksins, sem hafa staðið fyrir mótmælafundum á Austurvelli í allan vetur, eða síðan 11. október, boða hér með hlé á fundunum um óákveðinn tíma. Enginn fundur verður því á Austurvelli á morgun, laugardaginn 21. mars. 20.3.2009 22:47
Sjálfstæðisflokkur og Samfylking ekki á leið í samstarf Geir H. Haarde segir að langt sé í að Sjálfstæðisflokkur og Samfylking fari aftur saman í samstarf. Þetta kom fram í spjalli Geirs við Sölva Tryggvason á Skjá einum nú í kvöld. Geir sagðist biðjast afsökunar á öllum þeim mistökum sem hann hefur gert. Hann gæti hinsvegar ekki beðist afsökunar á mistökum annarra. 20.3.2009 21:54
Samfylkingin stendur vel þrátt fyrir tap Samfylkingin tapaði mest allra stjórnmálaflokka á árinu 2007 eða um 90 milljónum króna. Skúli Helgason fyrrum framkvæmdarstjóri flokksins segir tapið skiljanlegt þar sem rekstur stjórnmálaflokka sé nokkurskonar vertíðarbúskapur. Á kosningaári eyði flokkarnir en noti hin til þess að safna fé. Hann segir Samfylkinguna hafa náð að greiða allar sínar kosningaskuldir frá árinu áður sem sé einsdæmi. 20.3.2009 20:30
Nauðsynlegt að dreifa áhættu af orkusölu Fulltrúar Samfylkingar og Vinstri grænna telja ljóst af endurskoðunarskýrslu við ársreikning 2008 að nauðsynlegt sé að dreifa mun betur áhættu af orkusölu til stóriðju. 20.3.2009 19:51
Varast skal pólitískar stöðuveitingar Í skýrslu Endurreisnarnefndar Sjálfstæðisflokksins sem birt var í dag segir að flokknum hafi verið legið á hálsi að hafa staðið fyrir pólitískum stöðuveitingum. Því verði flokkurinn að taka af skarið og heita því og sjá til þess að opinberar stöðuveitingar verði ákveðnar á faglegum og hlutlægum grundvelli. Þá segir að Sjálfstæðisflokkurinn hefði átt að beita sér fyrir því að skera á tengsl stjórnmálaflokka, ríkisstofnana og viðskiptabanka. 20.3.2009 19:41
Óvenjuleg samskipti við ótamin ljón Suður-Afríkumaðurinn Kevin Richardson á í vægast sagt óvenjulegum samskiptum við ljón. Hann hefur unnið með atferli ljóna í meira en áratug á verndarsvæði sínu nærri Jóhannesarborg. Ljónin virðast viðurkenna hann fullkomlega, en rétt er að taka það fram að ekki er um tamin ljón að ræða. 20.3.2009 19:30
Björgvin skipar efsta sætið í Suðurkjördæmi Kjördæmisþing Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi samþykkti framboðslista sinn fyrir komandi kosningar til Alþingis á fundi sínum í kvöld. Björgvin G. Sigurðsson skipar efsta sæti listans en athygli vekur að Lúðvík Bergvinsson þingmaður er í tuttuguasta sæti listans. Á listanum eru jafn margar konur og karlar og hlutfall kynjanna er líka jafnt í 10 efstu stætunum og í þeim 10 neðstu. 20.3.2009 19:22
Rætt um að krónubréf fari í mannvirkjagerð Viðræður standa yfir við erlenda eigendur krónubréfa um að hluta þeirra verði umbreytt í fjárfestingar í orkuverum og samgöngumannvirkjum á Íslandi. Slíkir samningar gætu létt þrýstingi af krónunni og um leið stuðlað að umfangsmiklum framkvæmdum. 20.3.2009 18:49
Ráðherra hefur spurningar um einkasjúkrahús Ögmundur Jónasson heilbrigðisráðherra vill fá því svarað hvort íslenskir skattgreiðendur eigi að verða bakhjarl einkasjúkrahúss fyrir erlenda sjúklinga, sem áformað er á Suðurnesjum. 20.3.2009 18:43
Rúmlega fjögur þúsund plöntur á þremur mánuðum Lögreglan stöðvaði aðra stóra kannabisverksmiðju á Kjalarnesinu í gær. Alls hafa rúmlega 4000 plöntur verið haldlagðar það sem af er ári. Við erum enn að fá ábendingar um framleiðslustaði og erum ekki hættir segir yfirmaður fíkniefnadeildar. 20.3.2009 18:30
Vara við fölskum atvinnutilboðum Efnahagsbrotadeild ríkislögreglustjóra segir að upp á síðkastið hafi borið á því að íslenskum aðilum hafi borist tölvupóstar frá erlendum aðilum sem óska eftir að ráða fólk til vinnu. Atvinnutilboð þessi eru gjarnan um að viðkomandi taki að sér að leggja til bankareikninga í sínu nafni sem hinn erlendi aðili geti millifært inn á peninga. 20.3.2009 17:59
„Við eða Sjálfstæðisflokkurinn“ Pólarnir í íslenskum stjórnmálum eru Vinstrihreyfingin grænt framboð og Sjálfstæðisflokkurinn. Flokkarnir eru hinir raunverulegu valkostir, að mati Steingríms J. Sigfússonar. 20.3.2009 17:03
Allir stjórnmálaflokkarnir töpuðu fé árið 2007 Allir stjórnmálaflokkar landsins sýndu tap á rekstri sínum árið 2007 samkvæmt úttekt Ríkisendurskoðunar. Mesta tapið varð hjá Samfylkingunni eða 90 milljónir kr. en tekjur flokksins þetta ár námu 193 milljónum kr. 20.3.2009 16:25
Benjamín: Mætti að halda að dómarinn og Ragnar séu frændur Benjamín Þór Þorgrímsson, sem einnig er þekktur sem Benni Ólsari, er ósáttur með fjórtán mánaða fangelsisdóm sem hann hlaut í dag fyrir þrjár líkamsárásir. Hann er búinn að áfrýja dómnum til Hæstaréttar. 20.3.2009 15:52
Aðalmeðferð í máli ofbeldisfulls föður Aðalmeðferð fór fram í máli þriggja barna föður á höfuðborgarsvæðinu sem sakaður hefur verið um hrottalegt ofbeldi gagnvart þremur börnum sínum. Mál mannsins komst í hámæli síðastliðið haust þegar að fréttastofa Stöðvar 2 og Vísis sagði frá máli mannsins en hann hefur meðal annars verið sakaður um að nota eitt barna sinna sem hnífaskotskífu. 20.3.2009 15:45
Framsóknarforysta í mótsögn við sjálfan sig Sigurður Kári Kristjánsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir verðugt verkefni að komast því hversu margar mótsagnir hafi komið fram í málflutningi forystumanna Framsóknarflokksins á síðustu vikum um stuðning flokksins við minnihlutastjórn Jóhönnu Sigurðardóttir. 20.3.2009 15:22