Innlent

Sálfræðingar og áfallateymi á SPRON-fundi

Mikill tilfinningahiti var á fundi SPRON fyrr í dag.
Mikill tilfinningahiti var á fundi SPRON fyrr í dag.

Áfallateymi og sálfræðingar voru á fundi sem starfsmenn SPRON áttu með fjármálaráðuneytinu. Fundurinn hófst klukkan tvö eins og Vísir greindi frá fyrr í dag en honum er nú lokið. Fundurinn var haldinn á Grand Hótel.

Guðmundur Hauksson forstjóri SPRON talaði á fundinum sem og formaður stjórnar Fjármáláeftirlitsins og svöruðu þeir spurningum fundarmanna.

Fundurinn var afar tilfinningaþrunginn enda mikil óvissa framundan hjá fólkinu.

Ekki vitað hversu margir fá vinnu hjá Kaupþingi, né hversu margir munu vinna fyrir skilanefnd fyrirtækisins.

Mikil óánægja er meðal starfsmanna með hvernig staðið að málinu og á hvern hátt það var gert opinbert.

Í kvölfréttum Stöðvar 2 og Bylgjunnar klukkan hálf sjö verður rætt við formann starfsmannafélags SPRON, sem segir starfsólkið afar ósátt við að vera sagt upp í beinni útsendingu.




Tengdar fréttir

Sparisjóðirnir verða opnir á morgun

Sparisjóðirnir hafa sent frá sér sameiginlega fréttatilkynningu þar sem kemur fram að starfsemi sparisjóðanna muni verða eðilega á mánudaginn, heimabankar verða aðgengilegir og útibú opin fyrir utan SPRON.

SPRON gat ekki staðið við skuldbindingar

Seðlabankinn mat það svo í bréfi til Fjármálaeftirlitsins síðasta föstudag að SPRON gæti ekki staðið við skuldbindingar sínar gagnvart viðskiptavinum eða kröfuhöfum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×