Fleiri fréttir Biðst forláts á Jórunnarbréfi Íþróttafélagið Þróttur hefur beðið félagsmenn afsökunar á því að póstlisti félagsins hafi verið notaður til að senda í gær út bréfið „Þróttara á þing“ frá Jórunni Frímannsdóttur sjálfstæðiskonu. Það hafi verið gert í hugsunarleysi. 13.3.2009 06:30 Íslendingar getið fengið vinnu í Sviss Íslenskir aðalverktakar (ÍAV) hafa boðið í gerð stórrar vatnsaflsvirkjunar í Sviss ásamt þremur erlendum fyrirtækjum. Hópurinn átti lægsta boðið og stefnir því allt í að ÍAV verði þátttakendur í verkinu. 13.3.2009 06:00 Borgin ætlar í hart við Landsbanka Gamli Landsbankinn hafnaði í gær kröfu Reykjavíkurborgar um að bankinn greiði henni að andvirði 1,3 milljarða, sem borgin telur sig hafa átt í peningabréfum fyrir bankahrun. Einnig er því hafnað að færa féð yfir í sparibréf, eins og borgin hafði farið fram á föstudaginn 3. október, og fengið rafræna staðfestingu á að hefði verið gert. 13.3.2009 06:00 Þrettán Serbar dæmdir sekir Þrettán Serbar voru í gær dæmdir af serbneskum stríðsglæpadómstól til allt að 20 ára fangavistar fyrir stríðsglæpi vegna þátttöku sinnar í fjöldamorðum á 200 Króötum árið 1991. 13.3.2009 05:45 Borgarahreyfing og L-listi ná ekki flugi Nýju framboðin tvö myndu ekki ná manni inn á þing, samkvæmt nýrri skoðanakönnun Fréttablaðsins, hvort með um tveggja prósenta fylgi. Sýnir örugg tök fjórflokksins, segir prófessor í stjórnmálafræði. Lítil breyting hjá öðrum. 13.3.2009 05:30 Segir ekki hve margir sóttu um Fjármálaeftirlitið vill ekki gefa upp hversu margir sóttu um stöðu forstjóra eftirlitsins þar sem enn er beðið eftir umsóknum sem kunna að hafa verið póstlagðar. 13.3.2009 05:00 Meirihluti vill Samfylkingu og Vinstri græn í ríkisstjórn Rúm 54 prósent kjósenda vilja að Samfylking og Vinstri græn myndi ríkisstjórn eftir kosningar. Um 13 prósent vilja stjórn Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks. Ekki mikill munur á afstöðu eftir kyni eða búsetu fólks. 13.3.2009 05:00 Enginn útilokar beinlínis ESB-viðræður Enginn talsmanna þingflokkanna útilokaði beinlínis ESB-viðræður á næsta kjörtímabili, á viðskiptaþingi í gær. Steingrímur J. Sigfússon, formaður VG, var einn um að lýsa miklum efasemdum sínum og telur að krónan kunni að gagnast Íslendingum best á næstu árum. 13.3.2009 04:45 Mat á Icesave-ábyrgð kannski of bjartsýnt Ekki eru allir sammála skilanefnd Landsbankans um að aðeins muni um 72 milljarðar af Icesave-ábyrgðunum falla á íslensku þjóðina, segir fjármálaráðherra. Siv Friðleifsdóttir vill tefja samningaviðræður og telur það okkur í hag. 13.3.2009 04:45 Hótaði að skera varðstjóra á háls Maður á þrítugsaldri hefur verið dæmdur í sekt fyrir að valda tjóni á íbúðarhúsi lögregluvarðstjóra í Vestmannaeyjum og hóta að skera hann á háls. Kona var einnig sektuð vegna athæfisins. 13.3.2009 04:30 Spjallaði um áformin á netinu Þýsk lögregluyfirvöld birtu í gær afrit af netspjalli milli hins sautján ára Tims Kretschmer og spjallfélaga hans, sem fór fram sex klukkustundum áður en sá fyrrnefndi lét til skarar skríða. 13.3.2009 04:30 Óákveðið hvenær þing fer heim Enn hefur ekki verið ákveðið hvenær þingi verður frestað þótt ákvörðun hafi verið tekin um það að kosningar skuli fara fram 25. apríl næstkomandi. Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra mun lesa úr forsetabréfi og tilkynna um kjördag í dag. 13.3.2009 04:15 Ætlar að skjóta upp gervihnetti Norður-Kóreustjórn hefur tilkynnt Sameinuðu þjóðunum að snemma í næsta mánuði verði skotið þar á loft gervihnetti. 13.3.2009 04:15 Borgin hagræðir með bakstri og hafragraut Tillögum starfsmanna verður beitt til að ná fram hagræðingu hjá borginni. Meðal þeirra er að elda oftar hafragraut á leikskólum. Borgarfulltrúi minnihlutans er ósáttur við að dregið verði úr mannaflsfrekum viðhaldsframkvæmdum. 13.3.2009 04:15 Þrettán Serbar dæmdir fyrir fjöldamorð í Króatíu Serbneskur stríðsglæpadómstóll dæmdi í dag 13 Serba í allt að 20 fangelsi fyrir aðild að fjöldamorðum fyrir 18 árum. Mennirnir tóku þátt í fjöldamorðum á rúmlega 200 Króötum sem voru stríðfangar og voru teknir af lífi án dóms og laga. 12.3.2009 23:39 Kosning utan kjörfundar hefst þegar tilkynnt hefur verið um þingrof Utankjörfundaratkvæðagreiðsla getur ekki hafist fyrr en búið er að tilkynna um þingrof og kjördagur verið auglýstur formlega. Ráðgert er að Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, tilkynni um þingrof og þingkosningar 25. apríl þegar þingfundur hefst klukkan 10:30 í fyrrmálið. 12.3.2009 22:58 Sextán enn saknað eftir þyrluslys við Nýfundnaland Þyrla hrapaði í hafið suðaustan af strönd Nýfundnalands í dag og er 16 enn saknað. Karlmaður sem fannst skömmu eftir slysið var fluttur á sjúkrahús og þá fannst eitt lík fyrr í kvöld. 12.3.2009 22:47 Hefur efasemdir um að Jóhanna átti sig á ábyrgð sinni Björn Bjarnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir að losaraleg túlkun á ýmsum grunnreglum stjórnskipunarinnar við myndun og síðan í störfum ríkisstjórnar Jóhönnu Sigurðardóttur veki efasemdir um að Jóhanna átti sig á ábyrgð sinni sem forsætisráðherra. 12.3.2009 22:00 Loftrýmisgæsla í fullum gangi - myndband Danir hafa verið við loftrýmiseftirlit á Íslandi á vegum NATO frá því á mánudaginn. Fjórar F16 þotur eru á Keflavíkurflugvelli og á fimmta tug Dana eru hér á landi vegna eftirlitsins sem stendur í þrjár vikur. 12.3.2009 20:30 Harmar kæru Nova - vill samræma verðskrár Sigmar Vilhjálmsson, forstöðumaður sölu- og markaðssviðs Tals, harmar að Nova ætli að kæra Tal vegna greinar sem hann skrifaði í Morgunblaðið. Gjaldskrár símafyrirtækjanna eru ógegnsæjar að mati Sigmars og hann kallar eftir því að þær verði samræmdar. 12.3.2009 21:16 Sendinefnd AGS fer á morgun Sendinefnd Alþjóðagjaldeyrissjóðsins sem verið hefur hér á landi undanfarnar tvær vikur heldur af landi brott á morgun. 12.3.2009 20:49 Yngstu börnin taka skellinn við endurskoðun fjárhagsáætlunar Yngstu grunnskólabörnin taka skellinn við endurskoðun fjárhagsáætlunar Reykjavíkurborgar, að mati Vinstri grænna og Samfylkingarinnar. 12.3.2009 20:25 Vinstri grænir í Skandinavíu vilja róttækar breytingar Stjórn Vinstri grænna í Kaupmannahöfn og suður Svíþjóð vill sjá róttækar breytingar í málefnum íslenskra námsmanna erlendis. Stjórnin hvetur Katrínu Jakobsdóttur, menntamálaráðherra, og stjórn Lánasjóðs íslenskra námsmanna til að umbylta því kerfi sem námsmenn lifa við í dag. 12.3.2009 20:10 Morðinginn greindi frá áformum sínum á netinu Þýskur unglingsstrákur sem myrti fimmtán manns í bæ í Þýskalandi í gær varaði við árásinni á spjallrás á netinu kvöldið áður en hann lét til skarar skríða. Honum þótti sem hann væri misskilinn og afskiptur. 12.3.2009 19:04 Samgöngumiðstöð að komast á skrið Framkvæmdir við samgöngumiðstöð á Reykjavíkurflugvelli gætu hafist síðar á árinu, samkvæmt viljayfirlýsingu sem búist er við að samgönguráðherra og borgarstjóri undirriti á næstu dögum. 12.3.2009 20:00 Fimmtán prósent geta knúið fram þjóðaratkvæðagreiðslu Fimmtán prósent kjósenda geta knúið fram þjóðaratkvæðagreiðslu um mál og breytingar á stjórnarskrá fara allar í þjóðaratkvæði samkvæmt frumvarpi sem allir flokkar á Alþingi nema Sjálfstæðisflokkur standa að. 12.3.2009 19:47 Ísland numið árið 720 en ekki 874? Fornleifafræðingar, sem grafa nú á alþingisreitnum, eru komnir niður á járngerðarofna sem benda til að endurskrifa þurfi Íslandssöguna og einhverjir hafi verið sestir að á undan Ingólfi Arnarsyni. Vísindamenn við Háskóla Íslands vonast til að geta með nýju aldursgreiningartæki svarað því með óyggjandi hætti innan árs hvort Ísland hafi verið numið 150 árum fyrr en almennt hefur verið talið. 12.3.2009 19:45 Loftrýmiseftirlitið mikilvægt fyrir Dani Danska þingið mat loftrýmisgæslu yfir Íslandi sem mikilvægt verkefni að sögn yfirmanns danskrar flugsveitar sem nú sinnir henni. Formaður nefndar sem vann áhættumat fyrir Ísland segir það hins vegar aðeins táknrænt en engin hernaðarógn steðji að Íslandi. 12.3.2009 19:08 Fullkomin óvissa um frestun þingfunda fyrir kosningar Fullkomin óvissa ríkir um frestun þingfunda fyrir kosningar, eftir að leiðtogum stjórnarflokkanna mistókst í dag að ná samkomulagi við stjórnarandstöðuna um afgreiðslu þingmála. Samkomulag náðist hins vegar um að tilkynna kjördag með formlegum hætti á Alþingi á morgun, þannig að utankjörfundaratkvæðagreiðsla geti hafist. 12.3.2009 18:42 Hald lagt á 700 kannabisplöntur í þremur húsleitum Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur lagt hald á 700 kannabisplöntur í þremur húsleitum undanfarna daga. Talið er að málin tengist. 12.3.2009 18:37 Samfylkingin stærst - lítill stuðningur við grasrótarframboð Grasrótarframboðin nýju fá engan fulltrúa inn á Alþingi Íslendinga samkvæmt nýrri könnun Stöðvar tvö og Fréttablaðsins á fylgi flokkanna. Samfylkingin er stærsti stjórnmálaflokkur landsins og hefur fylgið lítið breyst eftir brotthvarf Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur úr stjórnmálum. 12.3.2009 18:33 Raddir fólksins boða til útifundar Samtökin Raddir fólksins, undir yfirskriftinni Breiðfylking gegn ástandinu, standa fyrir útifundi á Austurvelli laugardaginn 14. mars. Þetta er 23. vika útifundanna og 29. fundurinn á Austurvelli. 12.3.2009 18:23 Fer ekki fram þátt fyrir áskoranir Bryndís Hlöðversdóttir, fyrrverandi þingmaður, hefur fengið áskoranir um að hún bjóði sig fram sem formaður Samfylkingarinnar á komandi landsfundi. Hún segir þó í samtali við fréttastofu að hún hafi engin áform um að snúa aftur í stjórnmál og ætli því ekki að bjóða sig fram til formanns. 12.3.2009 17:31 Ríkið sýknað af fjögurra milljóna króna bótakröfu Íslenska ríkið var sýknað af bótakröfu frá manni sem sat í gæsluvarðhaldi árið 2006 í Hæstarétti í dag. Maðurinn var handtekinn í tengslum við svokallað BMW-mál þar sem 15 kíló af amfetamíni og 10 kíló af kannabisefnum voru haldlögð í BMW bifreið sem kom hingað til lands. Maðurinn fór fram á fjórar milljónir í skaðabætur. 12.3.2009 16:53 Dæmdur til vistunar á Sogni Hæstiréttur staðfesti dóm yfir manni á þrítugsaldri sem var dæmdur fyrir þjófnað, fjársvik, nytjastuldur, rán, fíkniefnalagabrot og svo umferðarlagabrot. Maðurinn áfrýjaði dómum til Hæstarréttar þar sem hann var dæmdur til þess að afplána sjö mánaða dóm á viðeigandi stofnun þar sem hann er haldinn alvarlegum geðkvillum. 12.3.2009 16:48 Verslun dróst saman um tugi prósenta í febrúar Velta í raftækjaverslun dróst saman um 52,9% á föstu verðlagi í febrúar miðað við sama mánuð í fyrra og um 28,9% á breytilegu verðlagi. Á síðasta ári minnkaði velta raftækjaverslana töluvert að raunvirði. Veltan í janúar síðastliðnum var þannig 45,2% minni en í janúar í fyrra, eftir því sem fram kemur í tölu Rannsóknarseturs verslunarinnar. 12.3.2009 16:48 Þingrof líklega tilkynnt á morgun Afgreiðsla mála hefur gengið hratt fyrir sig á Alþingi í dag, enda mikil áhersla lögð á að afgreiða sem flest mál áður en þing lætur af störfum fyrir kosningar. Þannig hafa þingmenn lokið fyrstu umræðu um þrettán mál og umræður standa nú yfir um hið fjórtánda. Annarri umræðu er lokið í tveimur málum og þingið hefur afgreitt eina þingsályktunartillögu. Að auki hafa ráðherrar svarað fyrirspurnum þingmanna og ein utandagskrárumræða hefur farið fram. Líklegt er talið að þingrof verði tilkynnt á morgun. 12.3.2009 16:03 Mikill verðmunur á fiski Mikill munur er á fiskverði á milli verslana og eru dæmi um að hægt sé að spara sér yfir helming þegar fiskur er keyptur í soðið. Í nýrri könnun ASÍ sést að kílóið af þorski getur kostað allt frá 690 krónum upp í 1.490 krónur. 12.3.2009 15:56 Meintir kannabisræktendur lausir úr haldi Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu stöðvaði mjög umfangsmikla kannabisræktun í húsi í Skipasundi í gærkvöld, eftir því fram kemur í tilkynningu frá lögreglunni. 12.3.2009 15:53 Endurreisn efnahagslífsins hafin Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra telur að stjórnvöld séu komin með miklu víðtækara hlutverk í efnahagslífinu en staðið hafði til og miklu stærra hlutverk en ríkissjóður ætti að hafa. Þetta sagði ráðherrann á Viðskiptaþingi Viðskiptaráðs Íslands sem haldið var um helgina. Hún gerði líka ábyrgð á bankahruninu að viðfangsefni. 12.3.2009 15:17 VG leigja af Kristjáni í hvalnum „Við leigjum þarna á annarri hæðinni," segir Gestur Svavarsson formaður kjördæmisráðs Vinstri grænna í suðvesturkjördæmi. Vinstri Grænir leigja skrifstofuhúsnæði á Strandgötu 11 í Hafnarfirði. 12.3.2009 15:13 Samningur við Cayman-eyjar til að stöðva skattaflótta Eftir umfangsmikla undirbúningsvinnu var í síðustu viku gengið frá samkomulagi milli aðildarríkja Norrænu ráðherranefndarinnar og Cayman-eyja um undirritun upplýsingaskiptasamnings. Samningurinn er liður í sameiginlegri viðleitni samningsaðilanna til að stöðva skattaflótta. 12.3.2009 15:09 Vísa reiknikúnstum Samfylkingarinnar á bug Fulltrúar meirihlutans í borgarráði vísa fullyrðingum og reiknikúnstum Samfylkingarinnar, sem koma fram í bókun Samfylkingarinnar um fjármagnskostnað vegna Laugavegar 4 og 6 á bug. Líkt og fram kom í frétt á Vísi fyrr í dag segir Samfylkingin að tap á uppkaupum á húsunum við Laugaveg 4 og 6 verði rúmur hálfur milljarður. Þetta kom fram í bókun Samfylkingarinnar eftir svar borgarstjóra við fyrirspurn vegna húsanna. 12.3.2009 14:46 Borginni tókst að skera niður um 2,3 milljarða Tillaga að endurskoðun fjárhagsáætlunar fyrir árið 2009 var lögð fram í borgarráði í dag. Endurskoðun fjárhagsáætlunar fyrir árið 2009 hófst strax í byrjun janúar með það að markmiði að mæta 2,3 milljarða króna hagræðingarkröfu. 12.3.2009 13:48 Yfir hálfur milljarður tapast vegna Laugavegs 4 og 6 Tap Reykjavíkurborgar vegna uppkaupa húsanna við Laugaveg 4 og 6 fyrir ári síðan verður meira en 500 milljónir króna. Kostnaðurinn við uppkaupin er orðinn hátt í 700 milljónir en þetta kemur fram í bókun Samfylkingarinnar í borgarráði í dag. 12.3.2009 13:18 Sjá næstu 50 fréttir
Biðst forláts á Jórunnarbréfi Íþróttafélagið Þróttur hefur beðið félagsmenn afsökunar á því að póstlisti félagsins hafi verið notaður til að senda í gær út bréfið „Þróttara á þing“ frá Jórunni Frímannsdóttur sjálfstæðiskonu. Það hafi verið gert í hugsunarleysi. 13.3.2009 06:30
Íslendingar getið fengið vinnu í Sviss Íslenskir aðalverktakar (ÍAV) hafa boðið í gerð stórrar vatnsaflsvirkjunar í Sviss ásamt þremur erlendum fyrirtækjum. Hópurinn átti lægsta boðið og stefnir því allt í að ÍAV verði þátttakendur í verkinu. 13.3.2009 06:00
Borgin ætlar í hart við Landsbanka Gamli Landsbankinn hafnaði í gær kröfu Reykjavíkurborgar um að bankinn greiði henni að andvirði 1,3 milljarða, sem borgin telur sig hafa átt í peningabréfum fyrir bankahrun. Einnig er því hafnað að færa féð yfir í sparibréf, eins og borgin hafði farið fram á föstudaginn 3. október, og fengið rafræna staðfestingu á að hefði verið gert. 13.3.2009 06:00
Þrettán Serbar dæmdir sekir Þrettán Serbar voru í gær dæmdir af serbneskum stríðsglæpadómstól til allt að 20 ára fangavistar fyrir stríðsglæpi vegna þátttöku sinnar í fjöldamorðum á 200 Króötum árið 1991. 13.3.2009 05:45
Borgarahreyfing og L-listi ná ekki flugi Nýju framboðin tvö myndu ekki ná manni inn á þing, samkvæmt nýrri skoðanakönnun Fréttablaðsins, hvort með um tveggja prósenta fylgi. Sýnir örugg tök fjórflokksins, segir prófessor í stjórnmálafræði. Lítil breyting hjá öðrum. 13.3.2009 05:30
Segir ekki hve margir sóttu um Fjármálaeftirlitið vill ekki gefa upp hversu margir sóttu um stöðu forstjóra eftirlitsins þar sem enn er beðið eftir umsóknum sem kunna að hafa verið póstlagðar. 13.3.2009 05:00
Meirihluti vill Samfylkingu og Vinstri græn í ríkisstjórn Rúm 54 prósent kjósenda vilja að Samfylking og Vinstri græn myndi ríkisstjórn eftir kosningar. Um 13 prósent vilja stjórn Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks. Ekki mikill munur á afstöðu eftir kyni eða búsetu fólks. 13.3.2009 05:00
Enginn útilokar beinlínis ESB-viðræður Enginn talsmanna þingflokkanna útilokaði beinlínis ESB-viðræður á næsta kjörtímabili, á viðskiptaþingi í gær. Steingrímur J. Sigfússon, formaður VG, var einn um að lýsa miklum efasemdum sínum og telur að krónan kunni að gagnast Íslendingum best á næstu árum. 13.3.2009 04:45
Mat á Icesave-ábyrgð kannski of bjartsýnt Ekki eru allir sammála skilanefnd Landsbankans um að aðeins muni um 72 milljarðar af Icesave-ábyrgðunum falla á íslensku þjóðina, segir fjármálaráðherra. Siv Friðleifsdóttir vill tefja samningaviðræður og telur það okkur í hag. 13.3.2009 04:45
Hótaði að skera varðstjóra á háls Maður á þrítugsaldri hefur verið dæmdur í sekt fyrir að valda tjóni á íbúðarhúsi lögregluvarðstjóra í Vestmannaeyjum og hóta að skera hann á háls. Kona var einnig sektuð vegna athæfisins. 13.3.2009 04:30
Spjallaði um áformin á netinu Þýsk lögregluyfirvöld birtu í gær afrit af netspjalli milli hins sautján ára Tims Kretschmer og spjallfélaga hans, sem fór fram sex klukkustundum áður en sá fyrrnefndi lét til skarar skríða. 13.3.2009 04:30
Óákveðið hvenær þing fer heim Enn hefur ekki verið ákveðið hvenær þingi verður frestað þótt ákvörðun hafi verið tekin um það að kosningar skuli fara fram 25. apríl næstkomandi. Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra mun lesa úr forsetabréfi og tilkynna um kjördag í dag. 13.3.2009 04:15
Ætlar að skjóta upp gervihnetti Norður-Kóreustjórn hefur tilkynnt Sameinuðu þjóðunum að snemma í næsta mánuði verði skotið þar á loft gervihnetti. 13.3.2009 04:15
Borgin hagræðir með bakstri og hafragraut Tillögum starfsmanna verður beitt til að ná fram hagræðingu hjá borginni. Meðal þeirra er að elda oftar hafragraut á leikskólum. Borgarfulltrúi minnihlutans er ósáttur við að dregið verði úr mannaflsfrekum viðhaldsframkvæmdum. 13.3.2009 04:15
Þrettán Serbar dæmdir fyrir fjöldamorð í Króatíu Serbneskur stríðsglæpadómstóll dæmdi í dag 13 Serba í allt að 20 fangelsi fyrir aðild að fjöldamorðum fyrir 18 árum. Mennirnir tóku þátt í fjöldamorðum á rúmlega 200 Króötum sem voru stríðfangar og voru teknir af lífi án dóms og laga. 12.3.2009 23:39
Kosning utan kjörfundar hefst þegar tilkynnt hefur verið um þingrof Utankjörfundaratkvæðagreiðsla getur ekki hafist fyrr en búið er að tilkynna um þingrof og kjördagur verið auglýstur formlega. Ráðgert er að Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, tilkynni um þingrof og þingkosningar 25. apríl þegar þingfundur hefst klukkan 10:30 í fyrrmálið. 12.3.2009 22:58
Sextán enn saknað eftir þyrluslys við Nýfundnaland Þyrla hrapaði í hafið suðaustan af strönd Nýfundnalands í dag og er 16 enn saknað. Karlmaður sem fannst skömmu eftir slysið var fluttur á sjúkrahús og þá fannst eitt lík fyrr í kvöld. 12.3.2009 22:47
Hefur efasemdir um að Jóhanna átti sig á ábyrgð sinni Björn Bjarnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir að losaraleg túlkun á ýmsum grunnreglum stjórnskipunarinnar við myndun og síðan í störfum ríkisstjórnar Jóhönnu Sigurðardóttur veki efasemdir um að Jóhanna átti sig á ábyrgð sinni sem forsætisráðherra. 12.3.2009 22:00
Loftrýmisgæsla í fullum gangi - myndband Danir hafa verið við loftrýmiseftirlit á Íslandi á vegum NATO frá því á mánudaginn. Fjórar F16 þotur eru á Keflavíkurflugvelli og á fimmta tug Dana eru hér á landi vegna eftirlitsins sem stendur í þrjár vikur. 12.3.2009 20:30
Harmar kæru Nova - vill samræma verðskrár Sigmar Vilhjálmsson, forstöðumaður sölu- og markaðssviðs Tals, harmar að Nova ætli að kæra Tal vegna greinar sem hann skrifaði í Morgunblaðið. Gjaldskrár símafyrirtækjanna eru ógegnsæjar að mati Sigmars og hann kallar eftir því að þær verði samræmdar. 12.3.2009 21:16
Sendinefnd AGS fer á morgun Sendinefnd Alþjóðagjaldeyrissjóðsins sem verið hefur hér á landi undanfarnar tvær vikur heldur af landi brott á morgun. 12.3.2009 20:49
Yngstu börnin taka skellinn við endurskoðun fjárhagsáætlunar Yngstu grunnskólabörnin taka skellinn við endurskoðun fjárhagsáætlunar Reykjavíkurborgar, að mati Vinstri grænna og Samfylkingarinnar. 12.3.2009 20:25
Vinstri grænir í Skandinavíu vilja róttækar breytingar Stjórn Vinstri grænna í Kaupmannahöfn og suður Svíþjóð vill sjá róttækar breytingar í málefnum íslenskra námsmanna erlendis. Stjórnin hvetur Katrínu Jakobsdóttur, menntamálaráðherra, og stjórn Lánasjóðs íslenskra námsmanna til að umbylta því kerfi sem námsmenn lifa við í dag. 12.3.2009 20:10
Morðinginn greindi frá áformum sínum á netinu Þýskur unglingsstrákur sem myrti fimmtán manns í bæ í Þýskalandi í gær varaði við árásinni á spjallrás á netinu kvöldið áður en hann lét til skarar skríða. Honum þótti sem hann væri misskilinn og afskiptur. 12.3.2009 19:04
Samgöngumiðstöð að komast á skrið Framkvæmdir við samgöngumiðstöð á Reykjavíkurflugvelli gætu hafist síðar á árinu, samkvæmt viljayfirlýsingu sem búist er við að samgönguráðherra og borgarstjóri undirriti á næstu dögum. 12.3.2009 20:00
Fimmtán prósent geta knúið fram þjóðaratkvæðagreiðslu Fimmtán prósent kjósenda geta knúið fram þjóðaratkvæðagreiðslu um mál og breytingar á stjórnarskrá fara allar í þjóðaratkvæði samkvæmt frumvarpi sem allir flokkar á Alþingi nema Sjálfstæðisflokkur standa að. 12.3.2009 19:47
Ísland numið árið 720 en ekki 874? Fornleifafræðingar, sem grafa nú á alþingisreitnum, eru komnir niður á járngerðarofna sem benda til að endurskrifa þurfi Íslandssöguna og einhverjir hafi verið sestir að á undan Ingólfi Arnarsyni. Vísindamenn við Háskóla Íslands vonast til að geta með nýju aldursgreiningartæki svarað því með óyggjandi hætti innan árs hvort Ísland hafi verið numið 150 árum fyrr en almennt hefur verið talið. 12.3.2009 19:45
Loftrýmiseftirlitið mikilvægt fyrir Dani Danska þingið mat loftrýmisgæslu yfir Íslandi sem mikilvægt verkefni að sögn yfirmanns danskrar flugsveitar sem nú sinnir henni. Formaður nefndar sem vann áhættumat fyrir Ísland segir það hins vegar aðeins táknrænt en engin hernaðarógn steðji að Íslandi. 12.3.2009 19:08
Fullkomin óvissa um frestun þingfunda fyrir kosningar Fullkomin óvissa ríkir um frestun þingfunda fyrir kosningar, eftir að leiðtogum stjórnarflokkanna mistókst í dag að ná samkomulagi við stjórnarandstöðuna um afgreiðslu þingmála. Samkomulag náðist hins vegar um að tilkynna kjördag með formlegum hætti á Alþingi á morgun, þannig að utankjörfundaratkvæðagreiðsla geti hafist. 12.3.2009 18:42
Hald lagt á 700 kannabisplöntur í þremur húsleitum Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur lagt hald á 700 kannabisplöntur í þremur húsleitum undanfarna daga. Talið er að málin tengist. 12.3.2009 18:37
Samfylkingin stærst - lítill stuðningur við grasrótarframboð Grasrótarframboðin nýju fá engan fulltrúa inn á Alþingi Íslendinga samkvæmt nýrri könnun Stöðvar tvö og Fréttablaðsins á fylgi flokkanna. Samfylkingin er stærsti stjórnmálaflokkur landsins og hefur fylgið lítið breyst eftir brotthvarf Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur úr stjórnmálum. 12.3.2009 18:33
Raddir fólksins boða til útifundar Samtökin Raddir fólksins, undir yfirskriftinni Breiðfylking gegn ástandinu, standa fyrir útifundi á Austurvelli laugardaginn 14. mars. Þetta er 23. vika útifundanna og 29. fundurinn á Austurvelli. 12.3.2009 18:23
Fer ekki fram þátt fyrir áskoranir Bryndís Hlöðversdóttir, fyrrverandi þingmaður, hefur fengið áskoranir um að hún bjóði sig fram sem formaður Samfylkingarinnar á komandi landsfundi. Hún segir þó í samtali við fréttastofu að hún hafi engin áform um að snúa aftur í stjórnmál og ætli því ekki að bjóða sig fram til formanns. 12.3.2009 17:31
Ríkið sýknað af fjögurra milljóna króna bótakröfu Íslenska ríkið var sýknað af bótakröfu frá manni sem sat í gæsluvarðhaldi árið 2006 í Hæstarétti í dag. Maðurinn var handtekinn í tengslum við svokallað BMW-mál þar sem 15 kíló af amfetamíni og 10 kíló af kannabisefnum voru haldlögð í BMW bifreið sem kom hingað til lands. Maðurinn fór fram á fjórar milljónir í skaðabætur. 12.3.2009 16:53
Dæmdur til vistunar á Sogni Hæstiréttur staðfesti dóm yfir manni á þrítugsaldri sem var dæmdur fyrir þjófnað, fjársvik, nytjastuldur, rán, fíkniefnalagabrot og svo umferðarlagabrot. Maðurinn áfrýjaði dómum til Hæstarréttar þar sem hann var dæmdur til þess að afplána sjö mánaða dóm á viðeigandi stofnun þar sem hann er haldinn alvarlegum geðkvillum. 12.3.2009 16:48
Verslun dróst saman um tugi prósenta í febrúar Velta í raftækjaverslun dróst saman um 52,9% á föstu verðlagi í febrúar miðað við sama mánuð í fyrra og um 28,9% á breytilegu verðlagi. Á síðasta ári minnkaði velta raftækjaverslana töluvert að raunvirði. Veltan í janúar síðastliðnum var þannig 45,2% minni en í janúar í fyrra, eftir því sem fram kemur í tölu Rannsóknarseturs verslunarinnar. 12.3.2009 16:48
Þingrof líklega tilkynnt á morgun Afgreiðsla mála hefur gengið hratt fyrir sig á Alþingi í dag, enda mikil áhersla lögð á að afgreiða sem flest mál áður en þing lætur af störfum fyrir kosningar. Þannig hafa þingmenn lokið fyrstu umræðu um þrettán mál og umræður standa nú yfir um hið fjórtánda. Annarri umræðu er lokið í tveimur málum og þingið hefur afgreitt eina þingsályktunartillögu. Að auki hafa ráðherrar svarað fyrirspurnum þingmanna og ein utandagskrárumræða hefur farið fram. Líklegt er talið að þingrof verði tilkynnt á morgun. 12.3.2009 16:03
Mikill verðmunur á fiski Mikill munur er á fiskverði á milli verslana og eru dæmi um að hægt sé að spara sér yfir helming þegar fiskur er keyptur í soðið. Í nýrri könnun ASÍ sést að kílóið af þorski getur kostað allt frá 690 krónum upp í 1.490 krónur. 12.3.2009 15:56
Meintir kannabisræktendur lausir úr haldi Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu stöðvaði mjög umfangsmikla kannabisræktun í húsi í Skipasundi í gærkvöld, eftir því fram kemur í tilkynningu frá lögreglunni. 12.3.2009 15:53
Endurreisn efnahagslífsins hafin Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra telur að stjórnvöld séu komin með miklu víðtækara hlutverk í efnahagslífinu en staðið hafði til og miklu stærra hlutverk en ríkissjóður ætti að hafa. Þetta sagði ráðherrann á Viðskiptaþingi Viðskiptaráðs Íslands sem haldið var um helgina. Hún gerði líka ábyrgð á bankahruninu að viðfangsefni. 12.3.2009 15:17
VG leigja af Kristjáni í hvalnum „Við leigjum þarna á annarri hæðinni," segir Gestur Svavarsson formaður kjördæmisráðs Vinstri grænna í suðvesturkjördæmi. Vinstri Grænir leigja skrifstofuhúsnæði á Strandgötu 11 í Hafnarfirði. 12.3.2009 15:13
Samningur við Cayman-eyjar til að stöðva skattaflótta Eftir umfangsmikla undirbúningsvinnu var í síðustu viku gengið frá samkomulagi milli aðildarríkja Norrænu ráðherranefndarinnar og Cayman-eyja um undirritun upplýsingaskiptasamnings. Samningurinn er liður í sameiginlegri viðleitni samningsaðilanna til að stöðva skattaflótta. 12.3.2009 15:09
Vísa reiknikúnstum Samfylkingarinnar á bug Fulltrúar meirihlutans í borgarráði vísa fullyrðingum og reiknikúnstum Samfylkingarinnar, sem koma fram í bókun Samfylkingarinnar um fjármagnskostnað vegna Laugavegar 4 og 6 á bug. Líkt og fram kom í frétt á Vísi fyrr í dag segir Samfylkingin að tap á uppkaupum á húsunum við Laugaveg 4 og 6 verði rúmur hálfur milljarður. Þetta kom fram í bókun Samfylkingarinnar eftir svar borgarstjóra við fyrirspurn vegna húsanna. 12.3.2009 14:46
Borginni tókst að skera niður um 2,3 milljarða Tillaga að endurskoðun fjárhagsáætlunar fyrir árið 2009 var lögð fram í borgarráði í dag. Endurskoðun fjárhagsáætlunar fyrir árið 2009 hófst strax í byrjun janúar með það að markmiði að mæta 2,3 milljarða króna hagræðingarkröfu. 12.3.2009 13:48
Yfir hálfur milljarður tapast vegna Laugavegs 4 og 6 Tap Reykjavíkurborgar vegna uppkaupa húsanna við Laugaveg 4 og 6 fyrir ári síðan verður meira en 500 milljónir króna. Kostnaðurinn við uppkaupin er orðinn hátt í 700 milljónir en þetta kemur fram í bókun Samfylkingarinnar í borgarráði í dag. 12.3.2009 13:18