Innlent

Loftrýmiseftirlitið mikilvægt fyrir Dani

Danska þingið mat loftrýmisgæslu yfir Íslandi sem mikilvægt verkefni að sögn yfirmanns danskrar flugsveitar sem nú sinnir henni. Formaður nefndar sem vann áhættumat fyrir Ísland segir það hins vegar aðeins táknrænt en engin hernaðarógn steðji að Íslandi.

Áhættumatsskýrsla fyrir Ísland sem unin var af sérfræðingahóp á vegum utanríkisráðuneytisins var kynnt í gær. Þar er ekki sérstaklega tekin afstaða til loftrýmisgæslu NATO þjóða yfir Íslandi en formaður nefndarinnar telur hana þó einvörðungu táknræna.

,,Fyrst og fremst táknræn aðgerð til að láta vita að Ísland sé í NATO," Valur Ingimundarson, formaður áhættumatsnefndar

Yfirmaður í danska flughernum sem nú er við eftirlit á Íslandi segir þó það hafa verið mat danska þingsins að mikilvægt væri að taka þátt í loftrýmiseftirlitinu.

,,Það var samþykkt einróma á danska þinginu að styðja þetta verkefni hér á Íslandi. Það er mér því afar mikilvægt að verkefnið verið leyst af hendi með fagmannlegum hætti," segir Mikael Rosenkrands, major í danska flughernum.

Fjórar F-16 þotur danska flughersins eru nú á Keflavíkurflugvelli ásamt nærri fimmtíu manna liði flugsveitarmanna og sérfræðinga. Flogið er daglega samkvæmt áætlun yfirstjórnar NATO í Danmörku. Það berst skipun og flugmenn þjóta af stað beint í þotuna.

Í Stjórnstð loftvarna á Íslandi á Keflavíkurflugvelli er fylgst með þotunum og þeim leiðbeint í verkefninu í samstarfi við íslensk flugmálayfirvöld og með þátttöku varnarmálastofnunar. Þotunar fara hring um landið og yfir því miðju eru meðal annars æft hvernig hindra skal leyfislaust flug véla sem hugsanlega eru óvinveittar.

Sören Gade, varnarmálaráðherra Danmerkur, er væntanlegur í tveggja daga heimsókn til landsins eftir viku og mun hann dvelja á varnarsvæðinu með hermönnum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×