Loftrýmiseftirlitið mikilvægt fyrir Dani 12. mars 2009 19:08 Danska þingið mat loftrýmisgæslu yfir Íslandi sem mikilvægt verkefni að sögn yfirmanns danskrar flugsveitar sem nú sinnir henni. Formaður nefndar sem vann áhættumat fyrir Ísland segir það hins vegar aðeins táknrænt en engin hernaðarógn steðji að Íslandi. Áhættumatsskýrsla fyrir Ísland sem unin var af sérfræðingahóp á vegum utanríkisráðuneytisins var kynnt í gær. Þar er ekki sérstaklega tekin afstaða til loftrýmisgæslu NATO þjóða yfir Íslandi en formaður nefndarinnar telur hana þó einvörðungu táknræna. ,,Fyrst og fremst táknræn aðgerð til að láta vita að Ísland sé í NATO," Valur Ingimundarson, formaður áhættumatsnefndar Yfirmaður í danska flughernum sem nú er við eftirlit á Íslandi segir þó það hafa verið mat danska þingsins að mikilvægt væri að taka þátt í loftrýmiseftirlitinu. ,,Það var samþykkt einróma á danska þinginu að styðja þetta verkefni hér á Íslandi. Það er mér því afar mikilvægt að verkefnið verið leyst af hendi með fagmannlegum hætti," segir Mikael Rosenkrands, major í danska flughernum. Fjórar F-16 þotur danska flughersins eru nú á Keflavíkurflugvelli ásamt nærri fimmtíu manna liði flugsveitarmanna og sérfræðinga. Flogið er daglega samkvæmt áætlun yfirstjórnar NATO í Danmörku. Það berst skipun og flugmenn þjóta af stað beint í þotuna. Í Stjórnstð loftvarna á Íslandi á Keflavíkurflugvelli er fylgst með þotunum og þeim leiðbeint í verkefninu í samstarfi við íslensk flugmálayfirvöld og með þátttöku varnarmálastofnunar. Þotunar fara hring um landið og yfir því miðju eru meðal annars æft hvernig hindra skal leyfislaust flug véla sem hugsanlega eru óvinveittar. Sören Gade, varnarmálaráðherra Danmerkur, er væntanlegur í tveggja daga heimsókn til landsins eftir viku og mun hann dvelja á varnarsvæðinu með hermönnum. Mest lesið Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Gróður farinn að grænka fyrir norðan Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Fleiri fréttir Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Sjá meira
Danska þingið mat loftrýmisgæslu yfir Íslandi sem mikilvægt verkefni að sögn yfirmanns danskrar flugsveitar sem nú sinnir henni. Formaður nefndar sem vann áhættumat fyrir Ísland segir það hins vegar aðeins táknrænt en engin hernaðarógn steðji að Íslandi. Áhættumatsskýrsla fyrir Ísland sem unin var af sérfræðingahóp á vegum utanríkisráðuneytisins var kynnt í gær. Þar er ekki sérstaklega tekin afstaða til loftrýmisgæslu NATO þjóða yfir Íslandi en formaður nefndarinnar telur hana þó einvörðungu táknræna. ,,Fyrst og fremst táknræn aðgerð til að láta vita að Ísland sé í NATO," Valur Ingimundarson, formaður áhættumatsnefndar Yfirmaður í danska flughernum sem nú er við eftirlit á Íslandi segir þó það hafa verið mat danska þingsins að mikilvægt væri að taka þátt í loftrýmiseftirlitinu. ,,Það var samþykkt einróma á danska þinginu að styðja þetta verkefni hér á Íslandi. Það er mér því afar mikilvægt að verkefnið verið leyst af hendi með fagmannlegum hætti," segir Mikael Rosenkrands, major í danska flughernum. Fjórar F-16 þotur danska flughersins eru nú á Keflavíkurflugvelli ásamt nærri fimmtíu manna liði flugsveitarmanna og sérfræðinga. Flogið er daglega samkvæmt áætlun yfirstjórnar NATO í Danmörku. Það berst skipun og flugmenn þjóta af stað beint í þotuna. Í Stjórnstð loftvarna á Íslandi á Keflavíkurflugvelli er fylgst með þotunum og þeim leiðbeint í verkefninu í samstarfi við íslensk flugmálayfirvöld og með þátttöku varnarmálastofnunar. Þotunar fara hring um landið og yfir því miðju eru meðal annars æft hvernig hindra skal leyfislaust flug véla sem hugsanlega eru óvinveittar. Sören Gade, varnarmálaráðherra Danmerkur, er væntanlegur í tveggja daga heimsókn til landsins eftir viku og mun hann dvelja á varnarsvæðinu með hermönnum.
Mest lesið Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Gróður farinn að grænka fyrir norðan Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Fleiri fréttir Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Sjá meira