Innlent

Vísa reiknikúnstum Samfylkingarinnar á bug

Hanna Birna Kristjánsdóttir
Hanna Birna Kristjánsdóttir

Fulltrúar meirihlutans í borgarráði vísa fullyrðingum og reiknikúnstum Samfylkingarinnar, sem koma fram í bókun Samfylkingarinnar um fjármagnskostnað vegna Laugavegar 4 og 6 á bug. Líkt og fram kom í frétt á Vísi fyrr í dag segir Samfylkingin að tap á uppkaupum á húsunum við Laugaveg 4 og 6 verði rúmur hálfur milljarður. Þetta kom fram í bókun Samfylkingarinnar eftir svar borgarstjóra við fyrirspurn vegna húsanna.

„Eins og kemur fram í svari borgarstjóra er fjármagnskostnaður vegna kaupanna á Laugavegi 4 og 6 ekki til staðar enda var kaupverðið ekki tekið að láni. Kaup á Laugavegi 4 og 6 komu í veg fyrir eyðileggingu á sögulegri götumynd og er þessi uppbygging, sem nú á að ráðast í mikilvæg fyrir ásýnd Laugavegarins," segir í tilkynningu frá framkvæmda og eignasviði.

Þá kemur einnig fram að samþykkt hafi verið að verja 100 milljónum króna til uppbyggingar á reitnum á þessu ári. „Er þá miðað við að húsin verði gerð upp þannig að hægt verði síðar að byggja á lóðinni í heild skv. deiliskipulagi. Einnig er gert ráð fyrir að gengið verði frá lóðinni með þeim hætti að hægt verði að nota hana sem opið svæði fyrir almenning. Uppbygging á lóðunum yrði m.a. liður í því að veita atvinnu."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×