Innlent

Samgöngumiðstöð að komast á skrið

Reykjavíkurflugvöllur.
Reykjavíkurflugvöllur.
Framkvæmdir við samgöngumiðstöð á Reykjavíkurflugvelli gætu hafist síðar á árinu, samkvæmt viljayfirlýsingu sem búist er við að samgönguráðherra og borgarstjóri undirriti á næstu dögum.

Á fundi fyrir þremur vikum lagði samgönguráðherra nýja tillögu fyrir borgarstjóra um mun minni samgöngumiðstöð en áður var áformað. Ráðherrann skýrði svo frá því á Alþingi í dag að hann vonaðist til að viljayfirlýsing yrði tilbúin síðar í vikunni. Fáist leyfi segir hann að framkvæmdir gætu hafist síðar á árinu.

Hanna Birna Kristjánsdóttir borgarstjóri staðfestir að slíkt samkomulag sé í burðarliðnum. Ráðherrann bauð borginni að velja á milli tveggja kosta, að hafa samgöngumiðstöðina annaðhvort við gömlu Flugfélagsafgreiðsluna eða norðan við Loftleiðahótelið, og segir borgarstjóri að stýrihópur telji að staðsetning við Loftleiðahótelið sé heppilegri, enda þjóni það betur því markmiði að þetta verði samgöngumiðstöð en ekki bara flugstöð.

Áætlað er að smíðin taki ekki nema um það bil eitt ár þannig byggingin gæti orðið tilbúin fyrir lok næsta árs.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×