Innlent

Biðst forláts á Jórunnarbréfi

Jórunn Frímannsdóttir.
Jórunn Frímannsdóttir.

Íþróttafélagið Þróttur hefur beðið félagsmenn afsökunar á því að póstlisti félagsins hafi verið notaður til að senda í gær út bréfið „Þróttara á þing" frá Jórunni Frímannsdóttur sjálfstæðiskonu. Það hafi verið gert í hugsunarleysi.

Jórunn er borgarfulltrúi sjálfstæðismanna og í framboði til Alþingis. Hún er jafnframt formaður Þróttar. „Og veit allt um það hvað íþróttir og ekki síst aðstaða skipta miklu máli," segir hún í bréfinu. Fjármunum til íþróttamannvirkja sé vel varið.

Einnig segir þar að glapræði væri að skipta um gjaldmiðil. - kóþ






Fleiri fréttir

Sjá meira


×