Innlent

Fer ekki fram þátt fyrir áskoranir

Bryndís Hlöðversdóttir.
Bryndís Hlöðversdóttir.
Bryndís Hlöðversdóttir, fyrrverandi þingmaður, hefur fengið áskoranir um að hún bjóði sig fram sem formaður Samfylkingarinnar á komandi landsfundi. Hún segir þó í samtali við fréttastofu að hún hafi engin áform um að snúa aftur í stjórnmál og ætli því ekki að bjóða sig fram til formanns.

Bryndís sat á þingi fyrir Alþýðubandalagið og síðar Samfylkinguna 1995 til 2005. Hún var þingflokksformaður Samfylkingarinnar á árunum 2001 til 2004. Bryndís starfar nú sem aðstoðarrektor Háskólans á Bifröst.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×