Innlent

VG leigja af Kristjáni í hvalnum

Kristján Loftsson hefur verið ötull baráttumaður fyrr hvalveiðum.
Kristján Loftsson hefur verið ötull baráttumaður fyrr hvalveiðum.

„Við leigjum þarna á annarri hæðinni," segir Gestur Svavarsson formaður kjördæmisráðs Vinstri grænna í suðvesturkjördæmi. Vinstri Grænir leigja skrifstofuhúsnæði á Strandgötu 11 í Hafnarfirði.

Það vekur þó athygli að húsnæðið er í eigu Fiskveiðihlutafélagsins Venusar hf, en félagið er í eigu Kristjáns Loftssonar og fjölskyldu. Þess má geta að Kristján gerir út hvalveiðisskip og hefur barist ötullega fyrir að Íslendingar hefji hvalveiðar á ný.

Vinstri grænir hafa verið mótfallnir veiðum á hvölum þó svo skiptar skoðanir séu um það innan flokksins. Síðast heimilaði Steingrímur J. Sigfússon, núverandi sjávarútvegsráðherra stórfelldar veiðar á hrefnu og langreyð. Áður hafi Einar K. Guðfinsson heimilað veiðarnar, en það var hans síðasta embættisverk sem ráðherra.

Að sögn Gests hafa Vinstri grænir leigt húsnæðið af Kristjáni síðan 2006 og halda þar úti margvísislegri starfssemi, þar á meðal almennt flokkastarf í Hafnarfirði.

Ekki er um kosningamiðstöð kjördæmisins að ræða, en hana má finna í Kópavogi.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×