Innlent

Segir ekki hve margir sóttu um

Jónas Friðrik Jónsson var áður forstjóri Fjármálaeftirlitsins
Jónas Friðrik Jónsson var áður forstjóri Fjármálaeftirlitsins

Fjármálaeftirlitið vill ekki gefa upp hversu margir sóttu um stöðu forstjóra eftirlitsins þar sem enn er beðið eftir umsóknum sem kunna að hafa verið póstlagðar.

Umsóknarfresturinn rann út á miðnætti í fyrradag og Sigurður Valgeirsson, fjölmiðlafulltrúi eftirlitsins, segir að tilkynning um umsóknirnar sé væntanleg.

Jónas Friðrik Jónsson var áður forstjóri Fjármálaeftirlitsins og þáði hann 1,7 milljónir í laun á mánuði. Að auki fékk Jónas 6,5 prósent af laununum í viðbótarframlag í lífeyrissjóð, umfram venjulegt framlag. - kóþ






Fleiri fréttir

Sjá meira


×