Endurreisn efnahagslífsins hafin 12. mars 2009 15:17 Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra telur að stjórnvöld séu komin með miklu víðtækara hlutverk í efnahagslífinu en staðið hafði til og miklu stærra hlutverk en ríkissjóður ætti að hafa. Þetta sagði ráðherrann á Viðskiptaþingi Viðskiptaráðs Íslands sem haldið var um helgina. Hún gerði líka ábyrgð á bankahruninu að viðfangsefni. ,,Ég trúi því að við sem erum stödd hér í dag gerum okkur fulla grein fyrir því að þeir sem teljast til viðskiptalífsins bera ríka ábyrgð á því hvernig komið er. Ef til vill ríkari ábyrgð en nokkur annar einstakur aðili hér á landi, enda þótt nú verði allir að líta í eigin barm og horfast í augu við hvað betur hefði mátt fara. Vissulega bera stjórnvöld hér líka ábyrgð. Þau hefðu átt að grípa inní, setja reglur og tryggja að ekki færi allt í óefni. Vissulega brugðust eftirlitsstofnanir og bera mikla ábyrgð á því að svo fór sem fór. Ekkert af þessu réttlætir hins vegar þau vinnubrögð og þær aðferðir sem beitt var af hálfu athafnamanna," sagði Jóhanna. Forsætisráðherra sagðist telja að endurreisn íslensks efnahagslífs væri hafin og sagðist sannfærð um að sveigjanleiki í atvinnulífi muni koma þjóðinni fyrr í gegnum efnahagslægðina en öðrum þeim þjóðum sem glíma við svipaðan vanda. Hún fór jafnframt yfir þær ráðstafanir sem ríkisstjórnin hefur gert í efnahagsmálunum og til endurrreisnar bankakerfisins og lýsti því að mikilvægar áfangar á því sviðinu væru innan seilingar. Nefndi hún þar sérstaklega að samningum við erlenda lánadrottna gömlu bankanna yrði lokið í maí og stofnun sérstaks eignarhaldsfélags á vegum ríkisins sem fara mun með hlut ríkisins í bönkunum þremur og hlut ríkisins í eignaumsýslufélagi sem tekur yfir illa stödd en mikilvæg fyrirtæki frá bönkunum. Stofnun félagsins og starfsemi verður liður í að tryggja samræmd og fagleg vinnubrögð annars vegar en hins vegar eðlilega fjarlægð stjórnmálamanna og framkvæmdavalds frá rekstri bankanna. Mest lesið Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Gróður farinn að grænka fyrir norðan Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Fleiri fréttir Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Sjá meira
Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra telur að stjórnvöld séu komin með miklu víðtækara hlutverk í efnahagslífinu en staðið hafði til og miklu stærra hlutverk en ríkissjóður ætti að hafa. Þetta sagði ráðherrann á Viðskiptaþingi Viðskiptaráðs Íslands sem haldið var um helgina. Hún gerði líka ábyrgð á bankahruninu að viðfangsefni. ,,Ég trúi því að við sem erum stödd hér í dag gerum okkur fulla grein fyrir því að þeir sem teljast til viðskiptalífsins bera ríka ábyrgð á því hvernig komið er. Ef til vill ríkari ábyrgð en nokkur annar einstakur aðili hér á landi, enda þótt nú verði allir að líta í eigin barm og horfast í augu við hvað betur hefði mátt fara. Vissulega bera stjórnvöld hér líka ábyrgð. Þau hefðu átt að grípa inní, setja reglur og tryggja að ekki færi allt í óefni. Vissulega brugðust eftirlitsstofnanir og bera mikla ábyrgð á því að svo fór sem fór. Ekkert af þessu réttlætir hins vegar þau vinnubrögð og þær aðferðir sem beitt var af hálfu athafnamanna," sagði Jóhanna. Forsætisráðherra sagðist telja að endurreisn íslensks efnahagslífs væri hafin og sagðist sannfærð um að sveigjanleiki í atvinnulífi muni koma þjóðinni fyrr í gegnum efnahagslægðina en öðrum þeim þjóðum sem glíma við svipaðan vanda. Hún fór jafnframt yfir þær ráðstafanir sem ríkisstjórnin hefur gert í efnahagsmálunum og til endurrreisnar bankakerfisins og lýsti því að mikilvægar áfangar á því sviðinu væru innan seilingar. Nefndi hún þar sérstaklega að samningum við erlenda lánadrottna gömlu bankanna yrði lokið í maí og stofnun sérstaks eignarhaldsfélags á vegum ríkisins sem fara mun með hlut ríkisins í bönkunum þremur og hlut ríkisins í eignaumsýslufélagi sem tekur yfir illa stödd en mikilvæg fyrirtæki frá bönkunum. Stofnun félagsins og starfsemi verður liður í að tryggja samræmd og fagleg vinnubrögð annars vegar en hins vegar eðlilega fjarlægð stjórnmálamanna og framkvæmdavalds frá rekstri bankanna.
Mest lesið Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Gróður farinn að grænka fyrir norðan Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Fleiri fréttir Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Sjá meira