Innlent

Raddir fólksins boða til útifundar

Frá útifundi Radda fólksins í janúar.
Frá útifundi Radda fólksins í janúar.
Samtökin Raddir fólksins, undir yfirskriftinni Breiðfylking gegn ástandinu, standa fyrir útifundi á Austurvelli laugardaginn 14. mars. Þetta er 23. vika útifundanna og 29. fundurinn á Austurvelli.

Ræðumenn að þessu sinni verða Hjálmar Sveinsson útvarpsmaður og Aðalheiður Ámundadóttir laganemi. Fundarstjóri verður Gunnar Sigurðsson.

Samtökin vilja fyrsta eignir fjárglæpamanna, afnema verðtrygginguna og færa kvótann aftur til þjóðarinnar.

,,Raddir fólksins eru óflokkspólitísk samtök sem byggja á sjálfsprottnu og ólaunuðu framtaki Íslendinga sem blöskrar aðför bankastjórna, fjárglæpamanna og stjórnmálamanna að sjálfstæði þjóðarinnar," segir í tilkynningu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×