Ísland numið árið 720 en ekki 874? 12. mars 2009 19:45 Fornleifafræðingar, sem grafa nú á alþingisreitnum, eru komnir niður á járngerðarofna sem benda til að endurskrifa þurfi Íslandssöguna og einhverjir hafi verið sestir að á undan Ingólfi Arnarsyni. Vísindamenn við Háskóla Íslands vonast til að geta með nýju aldursgreiningartæki svarað því með óyggjandi hætti innan árs hvort Ísland hafi verið numið 150 árum fyrr en almennt hefur verið talið.Í barnaskólum hefur verið kennt að Ísland hafi verið numið árið 874. Á landnámssýningunni í Aðalstræti er ártalið 871 plús mínus tvö ár notað. Menn gætu þurft að leiðrétta ártalið enn frekar og hafa það árið 720 eða þar um bil.Fornleifafræðingar á Alþingisreitnum eru komnir niður á skýr merki um mannvistarleifar fyrir tíð Ingólfs, ofna sem notaðir voru til járngerðar. Að sögn Völu Garðarsdóttur fornleifafræðings fundust ofnarnir undir gjósku, sem tímasett er árið 871, sem bendi til mannvistar fyrir þann tíma.Járngerðarmennirnir notuðu viðarkol en sýni úr þeim verða nú aldrursgreind. Þar er komið inn á sérsvið Páls Theodórssonar eðlisfræðings og samstarfsmanna sem um nokkurra ára skeið hafa verið að þróa hagkvæmara og nákvæmara tæki til aldursgreiningar en nú þekkist. Það ætti að geta við bestu aðstæður gefið nákvæmni þannig að ekki skakki meira en 15 árum til eða frá.Þrjátíu ára gamlar aldursgreiningar úr fornleifarannsóknum í Suðurgötu og Vestmannaeyjum hafa áður bent til eldri mannvistar. Niðurstöðurnar, að sögn Páls, bentu sterklega til þess að landnám væri um 150 árum eldra en Ari fróði segi. Fornleifafræðingar og sagnfræðingar hafi hins vegar hafnað þeim á sínum tíma.Páll segist aldrei hafa verið sáttur við hvernig menn afgreiddu þær aldursgreiningar. Hann hafi skoðað hversu traustar þær væru og hvort veilur fyndust í þeim. Þvert á móti hafi ný gögn styrkt þessar mælingar.Prófunum á nýja tækinu er nú lokið og fyrstu mælingar að hefjast. Á næstu tveimur til þremur árum er áformað að kortleggja upphaf landnáms um land allt, hvenær landnámsmenn komu fyrst á einstaka staði og hvernig byggðin dreifðist smámsaman út.En hvenær verður svo hægt að nefna nýtt ártal fyrstu Íslandsbyggðar? Kannski eftir eitt ár, svarar Páll. Mest lesið Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Gróður farinn að grænka fyrir norðan Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Fleiri fréttir Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Sjá meira
Fornleifafræðingar, sem grafa nú á alþingisreitnum, eru komnir niður á járngerðarofna sem benda til að endurskrifa þurfi Íslandssöguna og einhverjir hafi verið sestir að á undan Ingólfi Arnarsyni. Vísindamenn við Háskóla Íslands vonast til að geta með nýju aldursgreiningartæki svarað því með óyggjandi hætti innan árs hvort Ísland hafi verið numið 150 árum fyrr en almennt hefur verið talið.Í barnaskólum hefur verið kennt að Ísland hafi verið numið árið 874. Á landnámssýningunni í Aðalstræti er ártalið 871 plús mínus tvö ár notað. Menn gætu þurft að leiðrétta ártalið enn frekar og hafa það árið 720 eða þar um bil.Fornleifafræðingar á Alþingisreitnum eru komnir niður á skýr merki um mannvistarleifar fyrir tíð Ingólfs, ofna sem notaðir voru til járngerðar. Að sögn Völu Garðarsdóttur fornleifafræðings fundust ofnarnir undir gjósku, sem tímasett er árið 871, sem bendi til mannvistar fyrir þann tíma.Járngerðarmennirnir notuðu viðarkol en sýni úr þeim verða nú aldrursgreind. Þar er komið inn á sérsvið Páls Theodórssonar eðlisfræðings og samstarfsmanna sem um nokkurra ára skeið hafa verið að þróa hagkvæmara og nákvæmara tæki til aldursgreiningar en nú þekkist. Það ætti að geta við bestu aðstæður gefið nákvæmni þannig að ekki skakki meira en 15 árum til eða frá.Þrjátíu ára gamlar aldursgreiningar úr fornleifarannsóknum í Suðurgötu og Vestmannaeyjum hafa áður bent til eldri mannvistar. Niðurstöðurnar, að sögn Páls, bentu sterklega til þess að landnám væri um 150 árum eldra en Ari fróði segi. Fornleifafræðingar og sagnfræðingar hafi hins vegar hafnað þeim á sínum tíma.Páll segist aldrei hafa verið sáttur við hvernig menn afgreiddu þær aldursgreiningar. Hann hafi skoðað hversu traustar þær væru og hvort veilur fyndust í þeim. Þvert á móti hafi ný gögn styrkt þessar mælingar.Prófunum á nýja tækinu er nú lokið og fyrstu mælingar að hefjast. Á næstu tveimur til þremur árum er áformað að kortleggja upphaf landnáms um land allt, hvenær landnámsmenn komu fyrst á einstaka staði og hvernig byggðin dreifðist smámsaman út.En hvenær verður svo hægt að nefna nýtt ártal fyrstu Íslandsbyggðar? Kannski eftir eitt ár, svarar Páll.
Mest lesið Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Gróður farinn að grænka fyrir norðan Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Fleiri fréttir Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Sjá meira