Erlent

Þrettán Serbar dæmdir sekir

Þrettán Serbar voru í gær dæmdir af serbneskum stríðsglæpadómstól til allt að 20 ára fangavistar fyrir stríðsglæpi vegna þátttöku sinnar í fjöldamorðum á 200 Króötum árið 1991.

Hinir myrtu voru stríðsfangar. Þeir voru skotnir til bana með hríðskotabyssum, sjö til átta í senn, í nóvember 1991 á svínabúi skammt frá bænum Vukovar í Króatíu meðan á stríði Króata og Serba stóð.

Víða var litið á réttarhöldin yfir Serbunum þrettán sem eins konar prófraun á það hvort serbneskt dómsvald sé fært um að draga Serba til ábyrgðar fyrir grimmdarverk sem framin voru á tímum Slobodans Milosevic forseta.- gb






Fleiri fréttir

Sjá meira


×