Innlent

Hefur efasemdir um að Jóhanna átti sig á ábyrgð sinni

Björn Bjarnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Björn Bjarnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Björn Bjarnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir að losaraleg túlkun á ýmsum grunnreglum stjórnskipunarinnar við myndun og síðan í störfum ríkisstjórnar Jóhönnu Sigurðardóttur veki efasemdir um að Jóhanna átti sig á ábyrgð sinni sem forsætisráðherra.

,,Líklega er borin von, að þeir, sem standa að ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur átti sig á skynsemi þess, að ljúka þingi sem fyrst, eftir að það hefur verið rofið, eins og gert verður á morgun," segir Björn í pistli á heimasíðu sinni.

,,Að halda þingi áfram, eftir að það er rofið, er þverstæða og óskiljanlegt, að Jóhanna Sigurðardóttir tali eins og ekkert sé eðlilegra," segir Björn.

Pistil Björns er hægt að lesa hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×