Fleiri fréttir Forsetabílinn stoppaði stutt í stæði fyrir fatlaða Forsetabifreið Ólafs Ragnars Grímssonar stoppaði í stæði fyrir fatlaða í Bankastræti í gær. DV.is greindi frá því að bifreiðinni hafi verið lagt í stæðið allt að sex mínútur en Örnólfur Thorsson, forsetaritari, segir að bifreiðin hafi staðnæmst í stæðinu í 30 til 40 sekúndur. 20.3.2009 13:57 Önnur kannabisverksmiðja á Kjalarnesi Lögreglan uppgötvaði aðra kannabisverksmiðju á Kjalarnesi í gærkvöldi en í fyrrakvöld fann lögregla aðstöðu þar sem stórfelld framleiðsla fór fram. Í aðstöðunni sem uppgötvaðist í gær voru um eittþúsund plöntur en af þeim eru 700 svokallaðir græðlingar sem lögregla segir benda til að verksmiðjan hafi verið á byrjunarstigi. 20.3.2009 13:46 Björgunarsveitamenn leita Aldísar á morgun Björgunarsveitir Slysavarnafélagsins Landsbjargar munu leita að Aldísi Westergren, sem saknað hefur verið síðan 24. febrúar, á morgun. Leitað verður á svæði í kringum heimili hinnar týndu, þar með talið svæðið í kringum Reynisvatn. 20.3.2009 13:26 Ögmundur afnemur dagdeildargjöldin Ögmundur Jónasson, heilbrigðisráðherra, greindi frá því í ríkisstjórn í morgun að hann afnæmi svokölluð dagdeildargjöld sem lögð voru á 1. janúar 2009. 20.3.2009 12:56 Útilokar ekki að stjórnarflokkarnir gangi bundnir til kosninga Jóhanna Sigurðardóttir segir að formennska í Samfylkingunni sé ögrandi og spennandi verkefni sem hún sem forsætisráðherra hafi ekki getað skorast undan. Hún segir brýnt að Samfylkingin verði leiðandi afl í næstu ríkisstjórn og sér fyrir sér sömu flokka áfram, nái þeir meirihluta. Jóhanna útilokar ekki að flokkarnir gangi bundir til kosninga. 20.3.2009 12:33 OR lokar fyrir aðgang að Facebook Orkuveita Reykjavíkur ákvað í morgun að loka fyrir aðgang að Facebook á meðal starfsmanna fyrirtækisins. Að sögn Eiríks Hjálmarssonar, upplýsingafulltrúa OR, þótti stjórnendum fyrirtækisins ljóst að facebook væri tómstundaþjónusta sem væri notuð í helst til miklu mæli. 20.3.2009 12:30 Sakar stjórnvöld um að brjóta á rétti til fæðingarorlofs Lára V. Júlíusdóttir hæstaréttarlögmaður sakar stjórnvöld um að brjóta á rétti bankafólks til fæðingarorlofs. Hún segir að lítið hafi verið að marka yfirlýsingar gömlu ríkisstjórnarinnar og segir að nýja stjórnin hafi ekki virt sig svars um málið. 20.3.2009 12:25 Landsfundur VG settur í dag Nýir frambjóðendur eru áberandi í efstu sætum framboðslista Vinstri Grænna á höfuðborgarsvæðinu. Landsfundur hreyfingarinnar verður settur í Reykjavík eftir hádegið. 20.3.2009 12:20 Ræddu loftrýmisgæslu og aukna samvinnu í öryggismálum Loftrýmisgæsla Dana, aukin samvinna Norðurlanda í öryggismálum og samstarf íslensku landhelgisgæslunnar og danska flotans um leit, eftirlit og björgun á Norðurslóðum voru meðal þeirra mála sem rædd voru á fundi Søren Gade, varnarmálaráðherra Danmerkur með Össuri Skarphéðinssyni utanríkisráðherra og Rögnu Árnadóttur dómsmálaráðherra. Koma Gade tengist loftrýmisgæslu danska hersins, sem stendur yfir fram að mánaðarmótum. 20.3.2009 12:01 Á 132 km hraða á Gullinbrú Nokkuð bar á hraðakstri á höfuðborgarsvæðinu í gær og voru allnokkrir ökumenn teknir fyrir þær sakir. Að sögn lögreglu var grófasta brotið framið á Gullinbrú í Grafarvogi á móts við bensínstöð Olís en þar mældist bíll 18 ára pilts á 132 km hraða. Fleiri piltar á líku reki voru staðnir að hraðakstri í gær en það voru líka eldri og reyndari ökumenn. 20.3.2009 11:40 Seinasta prófkjörið Prófkjör Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi fer fram á morgun og er það seinasta prófkjörið sem haldið verður fyrir þingkosningarnar 25. apríl. Alls gáfu sautján frambjóðendur kost á sér í prófkjörinu. 20.3.2009 11:34 Móðir henti nýfæddu barni í ruslatunnu Hugsanlegt er að kona á Nýja Sjálandi sem ól barn á snyrtingu í flugvél Airline Pacific Blue flugfélagsins og skildi barnið eftir í tunnu í flugvélinni verði ákærð fyrir athæfið. 20.3.2009 11:09 Grínast með hugmyndina um 20% niðurfellingu skulda Gylfi Magnússon, viðskiptaráðherra, skýtur föstum skotum að Tryggva Þór Herbertssyni, fyrrum efnahagsráðgjafa og núverandi frambjóðanda Sjálfstæðisflokksins, í grein í Morgunblaðinu í dag. Gylfi gerir grín af hugmyndinni um 20% niðurfellingu skulda í dæmisögu um þá Tryggva, Þór og Herbert sem eiga í viðskiptum. Bæði Framsóknarflokkurinn og Tryggvi Þór hafa talað fyrir því að 20% skulda einstaklinga verði felldar niður. 20.3.2009 11:03 Borgarahreyfingin á uppleið Herbert Sveinbjörnsson, formaður Borgarahreyfingarinnar, er afar ánægður með það fylgi sem flokkurinn mælist með í skoðanakönnun Capacent Gallup sem Ríkisútvarpið birti í gær. Samkvæmt henni nýtur stjórnmálahreyfingin stuðning 2,5% landsmanna. Herbert telur að Borgarahreyfingin sé á uppleið. 20.3.2009 10:37 Hárrétt viðbrögð við árás á nemanda Starfsmaður Vallaskóla á Selfossi brást snaggaralega við, eftir hádegi í gær, þegar hann veitti því athygli að 17 ára piltur kom í skólann og gaf sig á tal við 16 ára gamlan nemanda skólans. 20.3.2009 10:31 Frestur til að skila framtali rennur út Frestur til að skila skattaframtali til embættis ríkisskattstjóra rennur út á mánudaginn eftir helgi. Ríkisskattstjóri segir að skilin í ár hafi verið betri en í fyrra. Ríflega 96% landsmanna telja fram á netinu. 20.3.2009 09:52 Formaður VM spyr lífeyrissjóðina um gjafir og fríðindi Guðmundur Ragnarsson formaður VM - Félags vélstjóra og málmtæknimanna hefur spurt þá lífeyrissjóði, sem félagið á aðild að, um boðsferðir, gjafir eða önnur fríðindi sem forsvarsmenn hafa þegið af fyrirtækjum sem sjóðirnir 20.3.2009 09:31 Fritzl gæti verið laus eftir 14 ár Vissulega hafa austurrískir dómstólar dæmt Josef Fritzl til ævilangrar vistunar á hæli fyrir geðsjúka. Óvíst er þó að sú vistun verði í raun svo löng þar sem lögin gera ráð fyrir því að sýni Fritzl framför við geðlæknismeðferð megi færa hann til afplánunar í venjulegt fangelsi þar sem hann getur svo sótt um reynslulausn að liðnum 15 árum en sú regla gildir um lífstíðardóma í Austurríki. 20.3.2009 08:08 Birtu mynd af Manson Fangelsisyfirvöld í Kaliforníu hafa birt mynd af raðmorðingjanum Charles Manson sem setið hefur inni í tæp 40 ár. 20.3.2009 07:34 Einn slátrari ábyrgur fyrir E-coli-faraldri Einn slátrari er ábyrgur fyrir næststærsta E-coli-bakteríufaraldri sem herjað hefur á Bretland en faraldurinn varð fimm ára dreng að bana og 156 manns veiktust í suðurhluta Wales árið 2005. 20.3.2009 07:28 Lífvörður Baggers tekinn með kókaín Daninn Brian Sandberg, sem er hvað þekktastur fyrir að vera lífvörður fjárglæframannsins Stein Bagger og félagi í vélhjólasamtökunum Vítisenglum, var handtekinn af lögreglu í Kaupmannahöfn í gær með kókaín í fórum sínum. Magn efnisins reyndist vera minni háttar og var Sandberg sleppt úr haldi að lokinni skýrslutöku. 20.3.2009 07:22 Rússar flugu lágflug yfir bandarísk skip Rússneskar herflugvélar flugu lágflug yfir tvö bandarísk herskip á mánudaginn þar sem skipin voru við heræfingar á Japanshafi ásamt herskipum frá Suður-Kóreu. 20.3.2009 07:21 Mörg fyrirtæki sem þáðu aðstoð skulda skatta Mörg þeirra fyrirtækja sem hlutu aðstoð frá Bandaríkjastjórn skulda ríkinu skatta og nemur upphæð vangoldinna skatta fyrirtækjanna um 220 milljónum dollara. 20.3.2009 07:18 Bretum gengur illa að loka hryðjuverkasíðu Breskum yfirvöldum hefur enn ekki tekist að loka heimasíðu, þar sem hryðjuverkamenn birta áróður sinn, þrátt fyrir að þáverandi forsætisráðherra, Tony Blair, hafi upphaflega óskað eftir því að síðunni yrði lokað árið 2005. 20.3.2009 07:10 Ágóði af síldinni til ÍBV Nú liggur fyrir að ágóðinn af síldveiðinni í Vestmannaeyjahöfn í fyrradag rennur til knattspyrnuliðs ÍBV, en brúttóverðmætið er líklega um fimmtán milljónir króna. 20.3.2009 07:03 Neitaði allri sök en hlaut níu ára dóm Tveir dæmdir fyrir að smygla til landsins 200 kílóum af hassi í húsbíl. Hlutu níu og sjö og hálfs árs fangelsisdóm. Framburður mannanna þótti með ólíkindum. 20.3.2009 06:00 Katrín og Svandís leiða lista VG í Reykjavík Svandís Svavarsdóttir og Katrín Jakobsdóttir munu leiða lista Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs í Reykjavík í komandi þingkosningum. Listarnir voru samþykktir einróma á fundi kjördæmaráðs nú í kvöld. Listarnir eru fjölbreyttir en á þeim eiga meðal annars sæti Páll Bergþórsson veðurfræðingur og Erpur Eyvindarson tónlistarmaður. 19.3.2009 21:04 MIH: 444 óseldar íbúðir í Hafnarfirði Síðustu misseri hefur mikið verið fjallað um fjölda óseldra íbúða í eigu verktaka á höfuðborgarsvæðinu. Meistarafélagi iðnaðarmanna í Hafnarfirði (MIH) hefur þótt umfjöllun um þetta mál vera alltof neikvæð. Í sömu frétt hafa fjölmiðlar oft á tíðum ekki gert greinarmun á tilbúnum íbúðum, íbúðum í byggingu og óbyggðum lóðum sem eru að mestu leiti í eigu sveitafélaga. Almennur lesandi hefur túlkað þetta allt saman sem fullbúnar óseldar íbúðir, sem er mikil blekking. MIH ætlar ekki í rökræður um það hve mikið hefur verið byggt umfram þarfir undanfarin misseri en bendir þó á að áætluð ársþörf fyrir nýjar íbúðir er um það bil 1.800. 19.3.2009 22:30 Vill kosningabandalag frá miðju til vinstri Björgvin G. Sigurðsson fyrrverandi viðskiptaráðherra segir að stefna eigi að kosningabandalagi allra flokka frá miðju og til vinstri. Það bandalag gæti síðar orðið að einum stórum félagshyggjuflokki að mati Björgvins. 19.3.2009 21:43 Meintir kannabisræktendur lausir úr haldi Tveir karlar á þrítugsaldri, sem lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók í gærkvöld í tengslum við rannsókn á kannabisræktun á Kjalarnesi, eru nú lausir úr haldi lögreglu. 19.3.2009 21:19 Ríkisstjórnin skipi aftur í bankaráð Seðlabankans Femínistafélagið fagnar aðgerðum og aðgerðaráætlunum ríkisstjórnarinnar sem miða að mótun réttláts samfélags á Íslandi. Þetta kemur fram í tilkynningu sem félagið sendi frá sér í tilefni af aðgerðum ríkisstjórnar Íslands í jafnréttismálum. 19.3.2009 20:46 Niðurstaðan gat ekki orðið önnur Kristinn Bjarnason verjandi séra Gunnars Björnssonar segir niðurstöðu Hæstaréttar í raun ekki hafa komið sér á óvart. Hæstiréttur staðfesti sýknudóm héraðsdóms yfir Gunnari sem var ákærður fyrir kynferðislega áreitni gagnvart tveimur stúlkum. 19.3.2009 20:00 Neðansjávargos undan ströndum Tonga Mikið og tignarlegt neðansjávareldgos er nú undan ströndum Tonga eyja á Kyrrahafi. Byggð á eyjunum er ekki talin í hættu. 19.3.2009 20:00 Framsókn og Sjálfstæðisflokkur gætu ekki myndað meirihluta Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur gætu ekki myndað meirihluta á þingi ef marka má niðurstöður könnunnar Capacent fyrir Morgunblaðið og Rúv sem birt var í fréttum Sjónvarpsins nú í kvöld. Sjálfstæðisflokkur fengi 18 þingmenn og Framsókn 7. Rúm 60% segjast styðja núverandi ríkisstjórn. Athygli vekur að Frjálslyndi flokkurinn mælist með minnst fylgi allra flokka. 19.3.2009 19:12 Vilja stöðva frekari stækkun ESB Heimskreppan gerir að verkum að æ fleiri aðildarríki Evrópusambandsins vilja stöðva frekari stækkun þess. Meðal þeirra eru bæði Frakkland og Þýskaland. 19.3.2009 19:00 Talin hafa starfað í rúm tvö og hálft ár Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu stöðvaði í gær umfangsmestu kannabisræktun sem vitað er um hér á landi til þessa. Talið er að verksmiðjan hafi verið starfandi í rúm tvö og hálft ár. 19.3.2009 18:39 Styður Jóhönnu Dagur B. Eggertsson borgarfulltrúi fagnar yfirlýsingu Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra um framboð hennar til embættis formanns Samfylkingarinnar. 19.3.2009 18:20 Jóhanna í formanninn Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra hefur ákveðið að bjóða sig fram til formanns Samfylkingarinnar á komandi landsfuni flokksins. Jóhanna segir að í ljósi prófkjörsins í Reykjavík og þeirrar miklu hvatningar og eindregnu óska um að hún gefi kost á sér hefur hún tekið fyrrgreinda ákvörðun. 19.3.2009 17:48 Hækkun hámarkslána Íbúðalánasjóðs myndi flýta fyrir endurreisn atvinnulífsins Hækkun hámarkslána Íbúðalánasjóðs myndi virka sem blóðgjöf fyrir bygginga- og mannvirkjagerð í landinu og stuðla að því að koma hjólum atvinnulífsins af stað á ný. Þetta var meðal þess sem kom fram á fjölmennum fundi sem meistarafélög í bygginga- og mannvirkjagerð héldu með Óskari Bergssyni, formanni borgarráðs, og Kristjáni Erni Sigurðssyni, framkvæmdastjóra Sameinaða lífeyrissjóðsins. 19.3.2009 17:29 Meintir kannabisræktendur enn í haldi Mennirnir tveir sem handteknir voru í gær í Iðnaðarhúsnæði á Kjalarnesi eru enn í haldi lögreglu. Yfirheyslurm er ekki lokið. Lögregla stöðvaði í gærkvöldi umfangsmestu kannabisræktun sögunnar þegar hún lagði hald á 621 kannabisplöntum, tæplega 5 kg af marijúana og svipað magn af kannabislaufum. 19.3.2009 17:16 Séra Gunnar Björnsson sýknaður í Hæstarétti Hæstiréttur hefur staðfest dóm Héraðsdóms Suðurlands í máli gegn séra Gunnari Björnssyni presti á Selfossi. 19.3.2009 16:46 Lýðræðishreyfingin vill rafrænt þjóðþing Lýðræðishreyfiingin vill kjósa um sérstök mál á Alþingi í gegnum hraðbanka og þar með virkja rafrænt þjóðþing. 19.3.2009 16:46 Franklín Steiner tapaði í Hæstarétti Sigurjón M. Egilsson fyrrum ritstjóri Blaðsins og Trausti Hafsteinsson blaðamaður voru sýknaðir í Hæstarétti í dag. Franklín Stiner, betur þekktur sem Franklín Steiner, stefndi þeim fyrir ummæli sem féllu um hann í Blaðinu árið 2006. Þar var hann meðal annars sagður mesti fíkniefnasali landsins og að allt hefði verið vaðandi í fíkniefnum á heimili hans. Héraðsdómur hafði áður sýknað þá félaga og ákvað Hæstiréttur að sá dómur stæði óraskaður. 19.3.2009 16:41 Segja Norðmenn ekki í stöðu til að gagnrýna makrílveiðar Samtök framleiðenda uppsjávarfisks í Danmörku líta svo á að Norðmenn séu ekki í neinni aðstöðu til að kvarta undan makrílveiðum Íslendinga. 19.3.2009 16:40 Komst ekki undan með ránsfeng „Þeir voru mjög snöggir á staðinn. Þeir eiga mikinn heiður skilinn," segir Frank Michelsen úrsmiður, um viðbrögð lögreglunnar þegar að karlmaður gerði tilraun til þess að fremja hjá honum rán með úðabrúsa að vopni. 19.3.2009 15:51 Sjá næstu 50 fréttir
Forsetabílinn stoppaði stutt í stæði fyrir fatlaða Forsetabifreið Ólafs Ragnars Grímssonar stoppaði í stæði fyrir fatlaða í Bankastræti í gær. DV.is greindi frá því að bifreiðinni hafi verið lagt í stæðið allt að sex mínútur en Örnólfur Thorsson, forsetaritari, segir að bifreiðin hafi staðnæmst í stæðinu í 30 til 40 sekúndur. 20.3.2009 13:57
Önnur kannabisverksmiðja á Kjalarnesi Lögreglan uppgötvaði aðra kannabisverksmiðju á Kjalarnesi í gærkvöldi en í fyrrakvöld fann lögregla aðstöðu þar sem stórfelld framleiðsla fór fram. Í aðstöðunni sem uppgötvaðist í gær voru um eittþúsund plöntur en af þeim eru 700 svokallaðir græðlingar sem lögregla segir benda til að verksmiðjan hafi verið á byrjunarstigi. 20.3.2009 13:46
Björgunarsveitamenn leita Aldísar á morgun Björgunarsveitir Slysavarnafélagsins Landsbjargar munu leita að Aldísi Westergren, sem saknað hefur verið síðan 24. febrúar, á morgun. Leitað verður á svæði í kringum heimili hinnar týndu, þar með talið svæðið í kringum Reynisvatn. 20.3.2009 13:26
Ögmundur afnemur dagdeildargjöldin Ögmundur Jónasson, heilbrigðisráðherra, greindi frá því í ríkisstjórn í morgun að hann afnæmi svokölluð dagdeildargjöld sem lögð voru á 1. janúar 2009. 20.3.2009 12:56
Útilokar ekki að stjórnarflokkarnir gangi bundnir til kosninga Jóhanna Sigurðardóttir segir að formennska í Samfylkingunni sé ögrandi og spennandi verkefni sem hún sem forsætisráðherra hafi ekki getað skorast undan. Hún segir brýnt að Samfylkingin verði leiðandi afl í næstu ríkisstjórn og sér fyrir sér sömu flokka áfram, nái þeir meirihluta. Jóhanna útilokar ekki að flokkarnir gangi bundir til kosninga. 20.3.2009 12:33
OR lokar fyrir aðgang að Facebook Orkuveita Reykjavíkur ákvað í morgun að loka fyrir aðgang að Facebook á meðal starfsmanna fyrirtækisins. Að sögn Eiríks Hjálmarssonar, upplýsingafulltrúa OR, þótti stjórnendum fyrirtækisins ljóst að facebook væri tómstundaþjónusta sem væri notuð í helst til miklu mæli. 20.3.2009 12:30
Sakar stjórnvöld um að brjóta á rétti til fæðingarorlofs Lára V. Júlíusdóttir hæstaréttarlögmaður sakar stjórnvöld um að brjóta á rétti bankafólks til fæðingarorlofs. Hún segir að lítið hafi verið að marka yfirlýsingar gömlu ríkisstjórnarinnar og segir að nýja stjórnin hafi ekki virt sig svars um málið. 20.3.2009 12:25
Landsfundur VG settur í dag Nýir frambjóðendur eru áberandi í efstu sætum framboðslista Vinstri Grænna á höfuðborgarsvæðinu. Landsfundur hreyfingarinnar verður settur í Reykjavík eftir hádegið. 20.3.2009 12:20
Ræddu loftrýmisgæslu og aukna samvinnu í öryggismálum Loftrýmisgæsla Dana, aukin samvinna Norðurlanda í öryggismálum og samstarf íslensku landhelgisgæslunnar og danska flotans um leit, eftirlit og björgun á Norðurslóðum voru meðal þeirra mála sem rædd voru á fundi Søren Gade, varnarmálaráðherra Danmerkur með Össuri Skarphéðinssyni utanríkisráðherra og Rögnu Árnadóttur dómsmálaráðherra. Koma Gade tengist loftrýmisgæslu danska hersins, sem stendur yfir fram að mánaðarmótum. 20.3.2009 12:01
Á 132 km hraða á Gullinbrú Nokkuð bar á hraðakstri á höfuðborgarsvæðinu í gær og voru allnokkrir ökumenn teknir fyrir þær sakir. Að sögn lögreglu var grófasta brotið framið á Gullinbrú í Grafarvogi á móts við bensínstöð Olís en þar mældist bíll 18 ára pilts á 132 km hraða. Fleiri piltar á líku reki voru staðnir að hraðakstri í gær en það voru líka eldri og reyndari ökumenn. 20.3.2009 11:40
Seinasta prófkjörið Prófkjör Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi fer fram á morgun og er það seinasta prófkjörið sem haldið verður fyrir þingkosningarnar 25. apríl. Alls gáfu sautján frambjóðendur kost á sér í prófkjörinu. 20.3.2009 11:34
Móðir henti nýfæddu barni í ruslatunnu Hugsanlegt er að kona á Nýja Sjálandi sem ól barn á snyrtingu í flugvél Airline Pacific Blue flugfélagsins og skildi barnið eftir í tunnu í flugvélinni verði ákærð fyrir athæfið. 20.3.2009 11:09
Grínast með hugmyndina um 20% niðurfellingu skulda Gylfi Magnússon, viðskiptaráðherra, skýtur föstum skotum að Tryggva Þór Herbertssyni, fyrrum efnahagsráðgjafa og núverandi frambjóðanda Sjálfstæðisflokksins, í grein í Morgunblaðinu í dag. Gylfi gerir grín af hugmyndinni um 20% niðurfellingu skulda í dæmisögu um þá Tryggva, Þór og Herbert sem eiga í viðskiptum. Bæði Framsóknarflokkurinn og Tryggvi Þór hafa talað fyrir því að 20% skulda einstaklinga verði felldar niður. 20.3.2009 11:03
Borgarahreyfingin á uppleið Herbert Sveinbjörnsson, formaður Borgarahreyfingarinnar, er afar ánægður með það fylgi sem flokkurinn mælist með í skoðanakönnun Capacent Gallup sem Ríkisútvarpið birti í gær. Samkvæmt henni nýtur stjórnmálahreyfingin stuðning 2,5% landsmanna. Herbert telur að Borgarahreyfingin sé á uppleið. 20.3.2009 10:37
Hárrétt viðbrögð við árás á nemanda Starfsmaður Vallaskóla á Selfossi brást snaggaralega við, eftir hádegi í gær, þegar hann veitti því athygli að 17 ára piltur kom í skólann og gaf sig á tal við 16 ára gamlan nemanda skólans. 20.3.2009 10:31
Frestur til að skila framtali rennur út Frestur til að skila skattaframtali til embættis ríkisskattstjóra rennur út á mánudaginn eftir helgi. Ríkisskattstjóri segir að skilin í ár hafi verið betri en í fyrra. Ríflega 96% landsmanna telja fram á netinu. 20.3.2009 09:52
Formaður VM spyr lífeyrissjóðina um gjafir og fríðindi Guðmundur Ragnarsson formaður VM - Félags vélstjóra og málmtæknimanna hefur spurt þá lífeyrissjóði, sem félagið á aðild að, um boðsferðir, gjafir eða önnur fríðindi sem forsvarsmenn hafa þegið af fyrirtækjum sem sjóðirnir 20.3.2009 09:31
Fritzl gæti verið laus eftir 14 ár Vissulega hafa austurrískir dómstólar dæmt Josef Fritzl til ævilangrar vistunar á hæli fyrir geðsjúka. Óvíst er þó að sú vistun verði í raun svo löng þar sem lögin gera ráð fyrir því að sýni Fritzl framför við geðlæknismeðferð megi færa hann til afplánunar í venjulegt fangelsi þar sem hann getur svo sótt um reynslulausn að liðnum 15 árum en sú regla gildir um lífstíðardóma í Austurríki. 20.3.2009 08:08
Birtu mynd af Manson Fangelsisyfirvöld í Kaliforníu hafa birt mynd af raðmorðingjanum Charles Manson sem setið hefur inni í tæp 40 ár. 20.3.2009 07:34
Einn slátrari ábyrgur fyrir E-coli-faraldri Einn slátrari er ábyrgur fyrir næststærsta E-coli-bakteríufaraldri sem herjað hefur á Bretland en faraldurinn varð fimm ára dreng að bana og 156 manns veiktust í suðurhluta Wales árið 2005. 20.3.2009 07:28
Lífvörður Baggers tekinn með kókaín Daninn Brian Sandberg, sem er hvað þekktastur fyrir að vera lífvörður fjárglæframannsins Stein Bagger og félagi í vélhjólasamtökunum Vítisenglum, var handtekinn af lögreglu í Kaupmannahöfn í gær með kókaín í fórum sínum. Magn efnisins reyndist vera minni háttar og var Sandberg sleppt úr haldi að lokinni skýrslutöku. 20.3.2009 07:22
Rússar flugu lágflug yfir bandarísk skip Rússneskar herflugvélar flugu lágflug yfir tvö bandarísk herskip á mánudaginn þar sem skipin voru við heræfingar á Japanshafi ásamt herskipum frá Suður-Kóreu. 20.3.2009 07:21
Mörg fyrirtæki sem þáðu aðstoð skulda skatta Mörg þeirra fyrirtækja sem hlutu aðstoð frá Bandaríkjastjórn skulda ríkinu skatta og nemur upphæð vangoldinna skatta fyrirtækjanna um 220 milljónum dollara. 20.3.2009 07:18
Bretum gengur illa að loka hryðjuverkasíðu Breskum yfirvöldum hefur enn ekki tekist að loka heimasíðu, þar sem hryðjuverkamenn birta áróður sinn, þrátt fyrir að þáverandi forsætisráðherra, Tony Blair, hafi upphaflega óskað eftir því að síðunni yrði lokað árið 2005. 20.3.2009 07:10
Ágóði af síldinni til ÍBV Nú liggur fyrir að ágóðinn af síldveiðinni í Vestmannaeyjahöfn í fyrradag rennur til knattspyrnuliðs ÍBV, en brúttóverðmætið er líklega um fimmtán milljónir króna. 20.3.2009 07:03
Neitaði allri sök en hlaut níu ára dóm Tveir dæmdir fyrir að smygla til landsins 200 kílóum af hassi í húsbíl. Hlutu níu og sjö og hálfs árs fangelsisdóm. Framburður mannanna þótti með ólíkindum. 20.3.2009 06:00
Katrín og Svandís leiða lista VG í Reykjavík Svandís Svavarsdóttir og Katrín Jakobsdóttir munu leiða lista Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs í Reykjavík í komandi þingkosningum. Listarnir voru samþykktir einróma á fundi kjördæmaráðs nú í kvöld. Listarnir eru fjölbreyttir en á þeim eiga meðal annars sæti Páll Bergþórsson veðurfræðingur og Erpur Eyvindarson tónlistarmaður. 19.3.2009 21:04
MIH: 444 óseldar íbúðir í Hafnarfirði Síðustu misseri hefur mikið verið fjallað um fjölda óseldra íbúða í eigu verktaka á höfuðborgarsvæðinu. Meistarafélagi iðnaðarmanna í Hafnarfirði (MIH) hefur þótt umfjöllun um þetta mál vera alltof neikvæð. Í sömu frétt hafa fjölmiðlar oft á tíðum ekki gert greinarmun á tilbúnum íbúðum, íbúðum í byggingu og óbyggðum lóðum sem eru að mestu leiti í eigu sveitafélaga. Almennur lesandi hefur túlkað þetta allt saman sem fullbúnar óseldar íbúðir, sem er mikil blekking. MIH ætlar ekki í rökræður um það hve mikið hefur verið byggt umfram þarfir undanfarin misseri en bendir þó á að áætluð ársþörf fyrir nýjar íbúðir er um það bil 1.800. 19.3.2009 22:30
Vill kosningabandalag frá miðju til vinstri Björgvin G. Sigurðsson fyrrverandi viðskiptaráðherra segir að stefna eigi að kosningabandalagi allra flokka frá miðju og til vinstri. Það bandalag gæti síðar orðið að einum stórum félagshyggjuflokki að mati Björgvins. 19.3.2009 21:43
Meintir kannabisræktendur lausir úr haldi Tveir karlar á þrítugsaldri, sem lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók í gærkvöld í tengslum við rannsókn á kannabisræktun á Kjalarnesi, eru nú lausir úr haldi lögreglu. 19.3.2009 21:19
Ríkisstjórnin skipi aftur í bankaráð Seðlabankans Femínistafélagið fagnar aðgerðum og aðgerðaráætlunum ríkisstjórnarinnar sem miða að mótun réttláts samfélags á Íslandi. Þetta kemur fram í tilkynningu sem félagið sendi frá sér í tilefni af aðgerðum ríkisstjórnar Íslands í jafnréttismálum. 19.3.2009 20:46
Niðurstaðan gat ekki orðið önnur Kristinn Bjarnason verjandi séra Gunnars Björnssonar segir niðurstöðu Hæstaréttar í raun ekki hafa komið sér á óvart. Hæstiréttur staðfesti sýknudóm héraðsdóms yfir Gunnari sem var ákærður fyrir kynferðislega áreitni gagnvart tveimur stúlkum. 19.3.2009 20:00
Neðansjávargos undan ströndum Tonga Mikið og tignarlegt neðansjávareldgos er nú undan ströndum Tonga eyja á Kyrrahafi. Byggð á eyjunum er ekki talin í hættu. 19.3.2009 20:00
Framsókn og Sjálfstæðisflokkur gætu ekki myndað meirihluta Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur gætu ekki myndað meirihluta á þingi ef marka má niðurstöður könnunnar Capacent fyrir Morgunblaðið og Rúv sem birt var í fréttum Sjónvarpsins nú í kvöld. Sjálfstæðisflokkur fengi 18 þingmenn og Framsókn 7. Rúm 60% segjast styðja núverandi ríkisstjórn. Athygli vekur að Frjálslyndi flokkurinn mælist með minnst fylgi allra flokka. 19.3.2009 19:12
Vilja stöðva frekari stækkun ESB Heimskreppan gerir að verkum að æ fleiri aðildarríki Evrópusambandsins vilja stöðva frekari stækkun þess. Meðal þeirra eru bæði Frakkland og Þýskaland. 19.3.2009 19:00
Talin hafa starfað í rúm tvö og hálft ár Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu stöðvaði í gær umfangsmestu kannabisræktun sem vitað er um hér á landi til þessa. Talið er að verksmiðjan hafi verið starfandi í rúm tvö og hálft ár. 19.3.2009 18:39
Styður Jóhönnu Dagur B. Eggertsson borgarfulltrúi fagnar yfirlýsingu Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra um framboð hennar til embættis formanns Samfylkingarinnar. 19.3.2009 18:20
Jóhanna í formanninn Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra hefur ákveðið að bjóða sig fram til formanns Samfylkingarinnar á komandi landsfuni flokksins. Jóhanna segir að í ljósi prófkjörsins í Reykjavík og þeirrar miklu hvatningar og eindregnu óska um að hún gefi kost á sér hefur hún tekið fyrrgreinda ákvörðun. 19.3.2009 17:48
Hækkun hámarkslána Íbúðalánasjóðs myndi flýta fyrir endurreisn atvinnulífsins Hækkun hámarkslána Íbúðalánasjóðs myndi virka sem blóðgjöf fyrir bygginga- og mannvirkjagerð í landinu og stuðla að því að koma hjólum atvinnulífsins af stað á ný. Þetta var meðal þess sem kom fram á fjölmennum fundi sem meistarafélög í bygginga- og mannvirkjagerð héldu með Óskari Bergssyni, formanni borgarráðs, og Kristjáni Erni Sigurðssyni, framkvæmdastjóra Sameinaða lífeyrissjóðsins. 19.3.2009 17:29
Meintir kannabisræktendur enn í haldi Mennirnir tveir sem handteknir voru í gær í Iðnaðarhúsnæði á Kjalarnesi eru enn í haldi lögreglu. Yfirheyslurm er ekki lokið. Lögregla stöðvaði í gærkvöldi umfangsmestu kannabisræktun sögunnar þegar hún lagði hald á 621 kannabisplöntum, tæplega 5 kg af marijúana og svipað magn af kannabislaufum. 19.3.2009 17:16
Séra Gunnar Björnsson sýknaður í Hæstarétti Hæstiréttur hefur staðfest dóm Héraðsdóms Suðurlands í máli gegn séra Gunnari Björnssyni presti á Selfossi. 19.3.2009 16:46
Lýðræðishreyfingin vill rafrænt þjóðþing Lýðræðishreyfiingin vill kjósa um sérstök mál á Alþingi í gegnum hraðbanka og þar með virkja rafrænt þjóðþing. 19.3.2009 16:46
Franklín Steiner tapaði í Hæstarétti Sigurjón M. Egilsson fyrrum ritstjóri Blaðsins og Trausti Hafsteinsson blaðamaður voru sýknaðir í Hæstarétti í dag. Franklín Stiner, betur þekktur sem Franklín Steiner, stefndi þeim fyrir ummæli sem féllu um hann í Blaðinu árið 2006. Þar var hann meðal annars sagður mesti fíkniefnasali landsins og að allt hefði verið vaðandi í fíkniefnum á heimili hans. Héraðsdómur hafði áður sýknað þá félaga og ákvað Hæstiréttur að sá dómur stæði óraskaður. 19.3.2009 16:41
Segja Norðmenn ekki í stöðu til að gagnrýna makrílveiðar Samtök framleiðenda uppsjávarfisks í Danmörku líta svo á að Norðmenn séu ekki í neinni aðstöðu til að kvarta undan makrílveiðum Íslendinga. 19.3.2009 16:40
Komst ekki undan með ránsfeng „Þeir voru mjög snöggir á staðinn. Þeir eiga mikinn heiður skilinn," segir Frank Michelsen úrsmiður, um viðbrögð lögreglunnar þegar að karlmaður gerði tilraun til þess að fremja hjá honum rán með úðabrúsa að vopni. 19.3.2009 15:51