Innlent

Talin hafa starfað í rúm tvö og hálft ár

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu stöðvaði í gær umfangsmestu kannabisræktun sem vitað er um hér á landi til þessa. Talið er að verksmiðjan hafi verið starfandi í rúm tvö og hálft ár.

Verksmiðjan er í 300 fermtra iðnaðarhúsi á Kjalarnesinu og er sú fullkomnasta sem lögreglan hefur séð hér á landi. Búið var að innrétta verksmiðju innaf fremra rými húsnæðisins en til að komast þangað þarf að fara í gegnum leynidyr sem eru rúmur meter á hæð.

Öflugt loftræstikerfi er í húsinu auk þess sem það er sérstaklega einangrað til að halda inni hita og lykt. Þá var búið að útbúa sérstakt áveitukerfi sem dælir sjálfvirk.

Lögreglan telur að verksmiðjan hafi verið starfrækt frá haustinu 2007. Stór haugur af notaðri gróðurmold var í fremra rýminu og er lauslega áætlað að þar hafi verið um 10 tonn. Þá skipti ónotuð gróðurmold tonnum.

Ágætis dæmi um hversu vel skipulögð verksmiðjan hefur verið er þetta baðherbergi sem er í fremra rýminu. Mennirnir hafa klætt sig í hvíta samfestinga áður en þeir fóru inn í sjálfa verksmiðjuna. Að því loknu hafa menn getað farið í sturtu til að koma í veg fyrir að það fyndist kannabislykt af þeim.

Tveir menn á þrítugsaldri voru handteknir vegna málsins og hafa þeir verið í yfirheyrslum í dag. Þeir hafa áður haft aðkomu að fíkniefnamálum. Tæknideild lögreglunnar hefur verið að störfum í dag og er vettvangsvinnu nú lokið.

Mál þetta er ekki talið tengjast þremur húsleitum sem gerðar hafa verið á síðustu tveimur vikum. t vatni og áburði á plönturnar. Alls voru um 600 plöntur í ræktun.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×