Innlent

Ræddu loftrýmisgæslu og aukna samvinnu í öryggismálum

Ragna Árnadóttir, Søren Gade og Össur Skarphéðinsson.
Ragna Árnadóttir, Søren Gade og Össur Skarphéðinsson.

Loftrýmisgæsla Dana, aukin samvinna Norðurlanda í öryggismálum og samstarf íslensku landhelgisgæslunnar og danska flotans um leit, eftirlit og björgun á Norðurslóðum voru meðal þeirra mála sem rædd voru á fundi Søren Gade, varnarmálaráðherra Danmerkur með Össuri Skarphéðinssyni utanríkisráðherra og Rögnu Árnadóttur dómsmálaráðherra. Koma Gade tengist loftrýmisgæslu danska hersins, sem stendur yfir fram að mánaðarmótum.

Fram kemur í tilkynningu frá utanríkisráðuneytinu að Össur hafi þakkað Gade fyrir framlag Dana til loftrýmisgæslu umhverfis Íslands og sagði hana til marks um samstöðu Norðurlandanna. Í því sambandi ræddu Össur og Gade sérstaklega Stoltenberg-skýrsluna svokölluðu sem utanríkisráðherrar Norðurlandanna kynntu í febrúar og fjallar um nánara samstarf Norðurlandanna í öryggis- og varnarmálum.

Ráðherrarnir þrír ræddu öryggismál á Norðurslóðum, m.a. í tengslum við aukna skipaumferð. Það tengist m.a. nánara samstarfi Landhelgisgæslunnar og danska flotans um eftirlit, leit og björgun á Norður-Atlantshafi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×