Erlent

Móðir henti nýfæddu barni í ruslatunnu

Konan ferðaðist með Airline Pacific Blue flugfélaginu.
Konan ferðaðist með Airline Pacific Blue flugfélaginu.
Hugsanlegt er að kona á Nýja Sjálandi sem ól barn á snyrtingu í flugvél Airline Pacific Blue flugfélagsins og skildi barnið eftir í tunnu í flugvélinni verði ákærð fyrir athæfið.

Að sögn Sky fréttastofunnar var móðirin, sem er þrítug, að ferðast frá Samóaeyjum í Suður Kyrrahafi til Auckland á Nýja Sjálandi þegar hún ól barnið. Talsmenn flugfélagsins segja að barnið hafi fundist klukkustund eftir að flugvélin lenti þegar að einn af starfsmönnum flugfélagsins var að þrífa snyrtinguna. Fólk í flugstöðinni varð svo vart við konuna þegar kennsl voru borin á blóðug föt hennar.

Lögreglumenn óku móðurinni á spítala í Auckland þar sem hún fór í aðgerð og barnið var fært henni aftur. Það þykir með ólíkindum að hvorki þeir 150 farþegar sem voru í flugvélinni, né áhöfnin, hafi tekið eftir því þegar konan ól barnið.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×