Innlent

Formaður VM spyr lífeyrissjóðina um gjafir og fríðindi

Guðmundur Ragnarsson, formaður VM, telur að félagið þurfi að vera með sitt á hreinu áður en aðrir eru gagnrýndir.
Guðmundur Ragnarsson, formaður VM, telur að félagið þurfi að vera með sitt á hreinu áður en aðrir eru gagnrýndir.
Guðmundur Ragnarsson formaður VM - Félags vélstjóra og málmtæknimanna hefur spurt þá lífeyrissjóði, sem félagið á aðild að, um boðsferðir, gjafir eða önnur fríðindi sem forsvarsmenn hafa þegið af fyrirtækjum sem sjóðirnir fjárfestu í. Guðmundur ákvað að senda sjóðunum formlega fyrirspurn í ljósi þeirrar umræðu sem verið hefur í samfélaginu að undanförnu um viðskiptahætti á markaði. Nú hafa borist svör frá lífeyrissjóðunum og mun stjórnin fara yfir svör þeirra á næsta fundi sínum.

Sjóðirnir sem VM á aðild að eru Gildi lífeyrissjóður og Sameinaði lífeyrissjóðurinn. „Taldi formaður VM það vera frumskyldu félagsins, fyrir hönd félagsmanna, að líta til nánasta umhverfis, þar sem stéttarfélagið hefur áhrif, og kanna hvort ekki hafi verið farið þar eftir lögum og eðlilegum siðareglum. Markmiðið var að hreinsa fyrst til í eigin umhverfi svo félagið geti óhikað kallað eftir því að aðilar út í samfélaginu verði látnir bera ábyrgð á misgjörðum sínum verði þeir uppvísir að slíku," segir í tilkynningu frá VM.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×