Innlent

Komst ekki undan með ránsfeng

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Frank Michelsen varð fyrir þeirri óskemmtilegu lífsreynslu að maður reyndi að ræna verslun hans með úðabrúsa í dag.
Frank Michelsen varð fyrir þeirri óskemmtilegu lífsreynslu að maður reyndi að ræna verslun hans með úðabrúsa í dag.
„Þeir voru mjög snöggir á staðinn. Þeir eiga mikinn heiður skilinn," segir Frank Michelsen úrsmiður, um viðbrögð lögreglunnar þegar að karlmaður gerði tilraun til þess að fremja hjá honum rán með úðabrúsa að vopni. Frank segir að það liggi við að hægt hafi verið að telja sekúnturnar frá því að hann kallaði á lögregluna og þangað til lögreglumenn voru mættir á staðinn. Ég er með árásarhnappa og næ að gefa merki þegar þetta stendur yfir," segir Frank. Hann segir að lögreglumenn hafi nánast komið á hælana á manninum.

Frank segir að venjulegast séu tveir starfsmenn í versluninni en tilviljun hafi ráðið því að hann hafi verið einn á þessum tíma. Frank segir þó að manninum hafi ekki tekist að hafa neitt með sér úr versluninni. „Hann hafði ekki frið. Þó að hann spreyjaði framan í mig að þá hékk ég í honum," segir Frank. Frank telur að um ungan mann hafi verið að ræða. Hann sé væntanlega af erlendu bergi broti því hann hafi ekki skilið íslensku.

Lögreglan rannsakar nú atburðarrásina en ekki er vitað til þess að enn sé búið að ná manninum.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×