Erlent

Einn slátrari ábyrgur fyrir E-coli-faraldri

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
E-coli-bakteríur.
E-coli-bakteríur.
Einn slátrari er ábyrgur fyrir næststærsta E-coli-bakteríufaraldri sem herjað hefur á Bretland en faraldurinn varð fimm ára dreng að bana og 156 manns veiktust í suðurhluta Wales árið 2005. Þetta hefur breska matvælaeftirlitið nú dregið fram í dagsljósið með rannsókn en slátrarinn, William Tudor, hlaut 12 mánaða fangelsisdóm árið 2007 fyrir vítaverð brot á reglum um hreinlæti við vinnslu matvæla. Heilbrigðisyfirvöld í Wales hafa verið gagnrýnd harðlega fyrir að leyfa Tudor að starfrækja sláturhús þrátt fyrir að vitað væri að hreinlæti væri þar ábótavant.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×