Innlent

Seinasta prófkjörið

Frá Ísafirði. Kjördæmið nær frá Akraneskaupstað til Akrahrepps á Norðurlandi vestra.
Frá Ísafirði. Kjördæmið nær frá Akraneskaupstað til Akrahrepps á Norðurlandi vestra.
Prófkjör Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi fer fram á morgun og er það seinasta prófkjörið sem haldið verður fyrir þingkosningarnar 25. apríl. Alls gáfu sautján frambjóðendur kost á sér í prófkjörinu.

Ásbjörn Óttarsson, útgerðarmaður og forseti bæjarstjórnar Snæfellsbæjar, Birna Lárusdóttir forseti bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar, Einar K. Guðfinsson, fyrrverandi sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra og Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir sveitarstjóri Tálknafjarðarhrepps takast á um fyrsta sætið.

Sjálfstæðisflokkurinn fékk þrjá þingmenn kjörna í Norðvesturkjördæmi í kosningunum 2007. Sturlu Böðvarsson sem sækist ekki eftir endurkjöri, Einar K. Guðfinsson og Einar Oddur Kristjánsson sem lést sumarið 2007. Herdís Þórðardóttir tók sæti á Alþingi í hans stað en hún gefur ekki kost á sér í prófkjörinu. Það gerir hinsvegar bróðursonur hennar, Þórður Guðjónsson knattspyrnumaður.

Kjördæmið nær frá Akraneskaupstað til Akrahrepps á Norðurlandi vestra.

Eftirtaldir gefa kost á sér í prófkjörinu:

Ásbjörn Óttarsson 1. sæti

Einar K. Guðfinsson. 1 sæti

Birna Lárusdóttir 1.-2. sæti

Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir 1.-2. sæti

Bergþór Ólason 2. sæti

Eydís Aðalbjörnsdóttir 2. sæti

Garðar Víðir Gunnarsson 3. sæti

Gunnólfur Lárusson 4.-5. sæti

Helgi Kr. Sigmundsson 5. sæti

Jón Magnússon 1.-3. sæti

Júlíus Guðni Antonsson 3.-5. sæti

Karvel Lindberg Karvelsson 3. sæti

Sigurður Örn Ágústsson 2.-4. sæti

Skarphéðinn Magnússon 6.-8. sæti

Örmar Már Marteinsson 3.-5. sæti

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir 5. sæti

Þórður Guðjónsson 1.-3. sæti




Fleiri fréttir

Sjá meira


×