Innlent

Ríkisstjórnin skipi aftur í bankaráð Seðlabankans

Femínistafélagið fagnar aðgerðum og aðgerðaráætlunum ríkisstjórnarinnar sem miða að mótun réttláts samfélags á Íslandi. Þetta kemur fram í tilkynningu sem félagið sendi frá sér í tilefni af aðgerðum ríkisstjórnar Íslands í jafnréttismálum.

„Hér ber að nefna áætlun um að taka upp kynjaða hagstjórn, fullgildingu Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna, fullgildingu Palermo-bókunar Sameinuðu þjóðanna og síðast en ekki síst lokun nektardansstaða og bann við vændiskaupum. Allar þessar aðgerðir grundvallast á jafnrétti, virðingu fyrir mannréttindum og stuðla að því að hægt sé að byggja upp gott samfélag," segir í tilkynningunni.

Þá segir að það skjóti hinsvegar skökku við að á sama tíma og yfirlýst markmið ríkisstjórnarinnar miðist við jafnrétti allra þegna þjóðfélagsins skuli vera skipað í mikilvægar nefndir og ráð þjóðarinnar á máta sem er á skjön við jafnréttislög.

„Til þess að jafnræði endurspeglist í samfélaginu er grundvallaratriði að bæði kyn komi að allri ákvarðanatöku."

FÍ skorar á ríkisstjórnina að endurskipa í bankaráð Seðlabanka Íslands og stjórnarskrárnefnd og virða þar með jafnréttislög.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×