Erlent

Mörg fyrirtæki sem þáðu aðstoð skulda skatta

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
John Lewis.
John Lewis.
Mörg þeirra fyrirtækja sem hlutu aðstoð frá Bandaríkjastjórn skulda ríkinu skatta og nemur upphæð vangoldinna skatta fyrirtækjanna um 220 milljónum dollara. Þetta segir demókratinn John Lewis, fulltrúadeildarþingmaður frá Georgíu, og bætir því við að alls sé um 13 fyrirtæki að ræða og skuldi tvö þeirra mest, yfir 100 milljónir dollara hvort. Lewis segir þetta hneykslanlegt þar sem þau fyrirtæki, sem þáðu aðstoð úr ríkissjóði, hafi lýst því yfir að þau skulduðu ekki opinber gjöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×