Innlent

Framsókn og Sjálfstæðisflokkur gætu ekki myndað meirihluta

Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur gætu ekki myndað meirihluta á þingi ef marka má niðurstöður könnunnar Capacent fyrir Morgunblaðið og Rúv sem birt var í fréttum Sjónvarpsins nú í kvöld. Sjálfstæðisflokkur fengi 18 þingmenn og Framsókn 7. Rúm 60% segjast styðja núverandi ríkisstjórn. Athygli vekur að Frjálslyndi flokkurinn mælist með minnst fylgi allra flokka.

Ef marka má niðurstöður könnunarinnar, sem gerð var á tímabilinu 11. - 17. mars og 1555 manns svöruðu, fá ríkisstjórnarflokkarnir 38 af þeim 63 þingmönnum sem sitja á þingi.

Samfylkingin mælist með mest fylgi allra flokkar eða 31,2%. Sjálfstæðisflokkur fær 26,5%, VG 24,6% og Framsækn fær 11,3% fylgi. Athygli vekur að bæði O-list og L-listi mælast með meira fylgi en Frjálslyndi flokkurinn.

O-listinn fer úr ,4% upp í 2,5% og L-listinn mælist með 1,9%. Frjálslyndir mælast einungis með 1,3%.

Samkvæmt könnuninni fengju Framsókn 7 þingmenn, Sjálfstæðisflokkur 18, Safmylking fengi 21 og VG 17. Aðrir flokkar ná ekki manni inn á þing.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×