Innlent

Borgarahreyfingin á uppleið

Borgarahreyfingin - þjóð á þing stefnir á framboð í öllum kjördæmum undir listabókstafnum O. Herbert Sveinbjörnsson er formaður hreyfingarinnar.
Borgarahreyfingin - þjóð á þing stefnir á framboð í öllum kjördæmum undir listabókstafnum O. Herbert Sveinbjörnsson er formaður hreyfingarinnar.
Herbert Sveinbjörnsson, formaður Borgarahreyfingarinnar, er afar ánægður með það fylgi sem flokkurinn mælist með í skoðanakönnun Capacent Gallup sem Ríkisútvarpið birti í gær. Samkvæmt henni nýtur stjórnmálahreyfingin stuðning 2,5% landsmanna. Herbert telur að Borgarahreyfingin sé á uppleið.

Í könnuninni njóta Samfylking, Sjálfstæðisflokkur, Vinstri grænn og Framsóknarflokkur sameiginlega 93,6% fylgi. Frjálslyndi flokkurinn mælist með minnst fylgi allra framboða eða 1,3%. Borgarahreyfingin fær 2,5% og L-listi fullveldissinna 1,9%.

,,Þetta er mjög góð byrjun. Það vissi engin hver við vorum fyrir fáeinum dögum," segir Herbert. Þetta sé sérstaklega áhugavert í því ljósi að eiginleg kosningabarátta stjórnmálahreyfingarinnar sé ekki byrjuð.

Borgarahreyfingin hefur ekki stillt upp á framboðslista en persónukjör í alþingiskosningum er eitt af áherslumálum flokksins. Fyrir Alþingi liggja frumvörp um stjórnarskrárbreytingar og persónukjör en á þessari stundu er óljóst hvort að þau verði samþykkt fyrir þingkosningarnar 25. apríl. Á meðan bíða forystumenn Borgarahreyfingarinnar. Herbert segir að samþyki Alþingi ekki breytingar ákosningalöggjöfinni muni hreyfingin stilla upp á framboðslista í öllum kjördæmum.

Heimasíðu Borgarahreyfingarinnar er hægt að sjá hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×