Erlent

Rússar flugu lágflug yfir bandarísk skip

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
Vél af gerðinni Ilyushin.
Vél af gerðinni Ilyushin.
Rússneskar herflugvélar flugu lágflug yfir tvö bandarísk herskip á mánudaginn þar sem skipin voru við heræfingar á Japanshafi ásamt herskipum frá Suður-Kóreu. Um var að ræða Ilyushin-kafbátaleitarvélar frá Rússum en bandarísku skipin voru stödd á alþjóðlegu hafsvæði þegar atvikið átti sér stað. Annað svipað yfirflug rússneskra herflugvéla átti sér svo stað á þriðjudaginn og sendu Bandaríkjamenn þá á loft F-18 orrustuþotur sem fylgdu rússnesku vélunum eftir þar til þær hurfu á braut.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×