Fleiri fréttir

Héraðsdómur ávaxtaði skuldina

Héraðsdómur Reykjaness dæmdi Opale Seafood SAS til þess að greiða Vigni G. Jónssyni rétt tæpar hundrað og fimmtíu þúsund evrur vegna grásleppukavíarsviðskipta við Vigni.

Forystumenn fjölmiðla saman á morgunverðarfundi

Félag kvenna í atvinnurekstri(FKA) heldur morgunverðarfund á Hótel Loftleiðum,á morgun, föstudaginn 27. febrúar frá kl. 8.00 til 9.45. Yfirskrift fundarins er: ,,Er ekkert gott að frétta?" og í pallborði verða nokkrir þekktir fjölmiðlamenn.

Ástráður kjörinn formaður landskjörstjórnar

Ástráður Haraldsson, hæstaréttarlögmaður, var kjörinn formaður landskjörstjórnar á fundi stjórnarinnar í dag. Gísli Baldur Garðarsson sagði af sér sem formaður eftir að ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur var mynduð í byrjun mánaðarins.

Obama vill meira fé í stríðsrekstur

Í fjárlagafrumvarpi sínu fyrir árið 2009 fer Barack Obama forseti Bandaríkjanna fram á 200 milljarða dollara aukafjárveitingu til stríðsrekstrar.

Hefur miklar áhyggjur af landflótta íslenskra lækna

Gunnar Ármannsson framkvæmdarstjóri Læknafélags Íslands hefur miklar áhyggjur af landflótta íslenskra lækna. Hann segir mikinn áhuga vera á íslenskum læknum á norðulöndunum og nú síðast hafi komið fyrirspurnir frá Manitoba í Kanada. Hann segir að heilbrigðisráðherra verði að passa sig á því að tala ekki lækna frá landinu.

Framsóknarmenn fagna siðareglum fyrir borgarfulltrúa

Borgarstjórnarflokkur Framsóknarflokksins fagnar tillögum að siðareglum kjörinnna fulltrúa hjá Reykjavíkurborg en bendir jafnframt á nauðsyn þess að þær verði endurskoðaðar eftir tvö ár. Þá telur flokkurinn að hafa bera nokkur atriði í huga við lokaafgreiðslu reglnanna. Þetta kemur fram í bréfi sem Óskar Bergsson, borgarfulltrúi flokksins, lagði fram á fundi borgarráðs í dag.

Magnús Þór vill sæti Kristins

Magnús Þór Hafsteinsson, fyrrverandi þingmaður, hefur ákveðið að gefa kost á sér í annað sæti á lista Frjálslynda flokksins í Norðvesturkjördæmi. Við síðustu alþingiskosningar sat Kristinn H. Gunnarsson í sætinu en hann tilkynnti í Alþingi í dag að hann hefði sagt sig úr þingflokki flokksins líkt og Jón Magnússon gerði nýverið.

Borgin fær milljarð að láni

Borgarráð samþykkti á fundi sínum í dag að taka einn milljarð að láni hjá Lánasjóði sveitarfélaga og er lánið er til 10 ára. Til tryggingar láninu standa tekjur borgarinnar.

Sálfræðingur vill þingsæti

Kolbrún Baldursdóttir, sálfræðingur og varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins býður sig fram í 4.-5. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Kolbrún hefur verið löggildur sálfræðingur frá 1992 og hlaut sérfræðileyfi Landlæknisembættisins í klínískri sálfræði 2008.

Gaf hundi hnéspark og réðist á tollvörð

Vítisengilinn og Fáfnismaðurinn Ólafur Vilberg Sveinsson var dæmdur fyrir að keyra öxl sína í bringu tollvarðar þegar leitað var að fíkniefnum í farangri hans á Leifsstöð í febrúar á síðasta ári. Áður rak hann hné sitt í kvið fíkniefnahunds sem stökk á hann og gaf til kynna að hann væri hugsanlega með fíkniefni í fórum sínum.

Þingvallastjórnin þegir

Vísir leitaði svara við ummælum Davíðs Oddsonar í frægu viðtali í Kastljósi Sjónvarpsins í vikunni. Tölvupóstur var sendur á alla ráðherra hinnar svokölluðu Þingvallastjórnar. Ekki hefur borist svar frá neinum meðlimum fyrrverandi ríkisstjórnar. Geir H. Haarde hefur reyndar tjáð sig í fjölmiðlum um ummæli Davíðs og það hefur Össur Skarphéðinsson einnig gert.

Fá byssuleyfi 15 ára í Finnlandi

Finnsk yfirvöld ættu að auka eftirlit með netinu og herða reglur um byssuleyfi að mati rannsóknarnefndar sem var sett á laggirnar eftir tvö fjöldamorð í finnskum skólum.

Frjálshyggjumenn tapa skaðabótamáli

Frjálshyggjumaðurinn Hlynur Jónsson tapaði skaðabótamáli gegn ríkinu vegna meintrar ólögmætrar handtöku. Hlynur var handtekinn árið 2006 þegar hann, ásamt öðrum meðlimum Ungra Frjálshyggjumanna, hugðust mótmæla ríkiseinkasölu á áfengi.

Vill opinbera rannsókn á hagsmunatengslum Óskars

Ólafur F. Magnússon, borgarfulltrúi F-lista, hyggst leggja fram á næsta borgarstjórnarfundi tillögu um að fram fari opinber rannsókn á hagsmunatengslum Óskars Bergssonar, formanns borgarráðs, við byggingarverktaka í borginni.

Áhyggjur af námsmönnum

Menntamálaráðherra segir eðlilegt að hafa áhyggjur af því þegar tugir þúsunda námsmanna koma á vinnumarkaðinn í vor, í því mikla atvinnuleysi sem nú er í þjóðfélaginu.

Eldsprengjur í sænskum kartöfluflögupokum

Tímastilltar eldsprengjur sprungu í tveimur sænskum stórmörkuðum í nótt. Sprengjunum var komið fyrir í kartöfluflögupokum. Sænska lögreglan grunar Global Intifada, sem er hreyfing öfgafullra vinstrimanna um verknaðinn.

Nýtt framboð í burðarliðnum

Nýtt framboð gegn aðild að Evrópusambandinu og flokksræði er í burðarliðnum og fara þeir Bjarni Harðarson fyrrverandi Framsóknarþingmaður og séra Þórhallur Heimisson fyrir hópnum. Stefnt er að framboði á landsvísu.

Lausn deilunnar um Icesave ein af forsendum endurreisnar

Að mati núverandi ríkisstjórnarinnar er lausn Icesave-deilunnar með aðstoð alþjóðasamfélagsins og þeirra ríkja sem næst okkur standa ein af forsendum endurreisnar íslensks efnahagslífs. Þetta kemur fram í svari Össurar Skarphéðinssonar, utanríkisráðherra, við fyrirspurn Sivjar Friðleifsdóttur, þingflokksformanns Framsóknarflokksins, og birt var á Alþingi í dag.

Sjómenn með áhyggjur af Landhelgisgæslunni

Farmanna- og fiskimannasamband Íslands lýsir þungum áhyggjum af þeim niðurskurði sem Landhelgisgæsla Íslands má þola. Í tilkynningu frá sambandinu segir að það ætti að vera stjórnvöldum á hverjum tíma kappsmál að Landhelgisgæslunni sé tryggt það fjármagn sem hún þarf til að sinna hlutverki sínu til leitar og björgunar.

Eyþór ætlar ekki í framboð

Eyþór Arnalds stefndi að því að bjóða sig fram til Alþingis í komandi kosningum en hefur nú hætt við framboð. Hann segist frekar ætla að einbeita sér að sveitastjórnarmálum í Árborg þar sem hann hefur verið oddviti.

Andlát í Reykjavík: Dánarorsök enn óljós

Andlát hinna tuttugu og fjögurra ára gömlu Geraldine Atkinsson hefur vakið furðu en enginn tilhlýðileg skýring hefur fundist á dauða hennar. Geraldine fannst látinn á gistiheimili í Laugardalnum í byrjun febrúar en hún var í fríi hér á landi. Hún var við nám í læknisfræði í St. Michael´s Church of England Primary School og þótti góður og efnilegur námsmaður.

Seðlabankamálið á seinustu metrunum í þinginu

Þriðja og síðasta umræðan um seðlabankafrumvarpið hófst rétt eftir klukkan ellefu á Alþingi þegar að Álfheiður Ingadóttir, formaður viðskiptanefndar, fór yfir vinnu og tillögur nefndarinnar. Gert er ráð fyrir að frumvarpið verði að lögum síðar í dag.

Stjórnmálafræðingar vilja endurheimta stolnar fartölvur

Brotist var inn í húsnæði Háskóla Íslands í nótt og voru tvær fartölvur teknar ófrjálsri hendi. Eigandi annarrar tölvunnar var til að mynda nýbúinn að setja inn jólamyndir af börnum og fjölskyldu þegar tölvunni var stolið.

Árni Matt hættur - neitaði því í morgun

Árni Mathiesen, fyrrverandi fjármálaráðherra, hefur ákveðið að hætta í stjórnmálum og gefa ekki kost á sér í framboði til Alþingis í komandi kosningu. Í yfirlýsingu sem hann sendir flokkssystkynum sínum í Suðurkjördæmi segir hann að á ferðum sínum um kjördæmið undanfarið hafi berlega komið í ljós að vilji sé til breytinga innan Sjálfstæðisflokksins. Árni vildi ekkert kannast við það í morgun að hann væri að hætta.

Gasmaður enn á gjörgæslu

Maðurinn sem slasaðist í húsabruna á Akureyri, þar sem tuttugu og fimm gaskútar fundust, er enn í öndunarvél á gjörgæslu Borgarspítalans. Maðurinn brenndist illa eftir að einn kútanna lak og orsakaði sprengingu fyrir um tveimur vikum síðan. Við slökkvistarf uppgvötaðist að maðurinn geymdi tuttugu og fimm gaskúta á heimilinu sínu og olli gríðarlegri hættu með athæfinu.

Hættur í Frjálslynda flokknum - tveir eftir

Kristinn H. Gunnarsson þingmaður hefur sagt sig úr þingflokki Frjálslynda flokksins. Þetta kom fram í bréfi sem hann sendi forseta Alþingis og var lesið upp við setningu þingfundar fyrir stundu.

Báðar konurnar úr Þykkvabæ á batavegi

Önnur konan sem lenti í vinnuslysi í Kartöfluverksmiðjunni í Þykkvabæ, er kominn á almenna deild og er á batavegi samkvæmt vakthafandi lækni á gjörgæslu Borgarspítalanum.

Mikilvægt skref í átt til friðar á Gaza svæðinu

Leiðtogar palestínsku Hamas og Fatah samtakanna hafa náð samkomulagi um fangaskipti. Hamas liðar hafa leyst félaga í Fatah hreyfingunni úr stofufangelsi og Fatah hreyfingin hefur sleppt um áttatíu Hamas liðum úr haldi.

Sjálfstæðisflokkurinn er óstjórntækur

Birkir Jón Jónsson, varaformaður Framsóknarflokksins, segir að Sjálfstæðisflokkurinn sé óstjórntækur flokkur. Flokkurinn kunni ekki að vera í stjórnarandstöðu og þurfi lengri tíma til að aðlagast nýjum vinnubrögðum. Hann segir að það hafi beinlínis verði undarlegt að fylgjast með upphlaupum sjálfstæðismanna í þinginu undanfarið.

Funduðu með ráðherra um eignir auðmanna

Talsmenn Radda fólksins, sem staðið hafa fyrir vikulegum mótmælafundum á Austurvelli í vetur, áttu fund með Rögnu Árnadóttur, dóms- og kirkjumálaráðherra, í gær en tilefni fundarins var að kynna fyrir henni kröfu hreyfingarinnar um kyrrsetningu eigna auðmanna.

Hittast í Lækningalind Bláa Lónsins

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir formaður Samfylkingarinnar og Jens Stoltenberg forsætisráðherra Noregs og formaður norska verkamannaflokksins munu funda í dag kl. 16.30 í húsakynnum Bláa Lónsins, nánar tiltekið í hinni svokölluðu Lækningalind.

Kaupendur fasteigna geta setið eftir með milljónatjón

Mögulegt er að kaupendur nýrra fasteigna sitji eftir með tjón sem nemur hundruðum þúsunda eða jafnvel milljónum króna fari byggingarfyrirtæki á hausinn. Þetta segir Haukur Örn Birgisson, stundakennari í lögfræði við viðskiptadeild HÍ og lögmaður hjá ERGO lögmönnum.

Obama þakkar Stevie Wonder samband þeirra hjóna

Barack og Michelle Obama heiðruðu tónlistarmanninn Stevie Wonder við hátíðlega athöfn eftir tónleika í Hvíta húsinu í gær og lét forsetinn þau orð falla að sennilega væri það engum öðrum en Stevie að þakka að samband þeirra hjóna varð að veruleika. Hann segir að óvíst væri að Michelle hefði litið við honum hefði hann ekki verið Stevie Wonder-aðdáandi.

Reyndu að kveikja í bensínstöð

Tveir drengir reyndu að kveikja í bensínstöð í Árósum í Danmörku í nótt með því að kasta logandi flöskum, fullum af bensíni, að stöðinni, bæði versluninni og sjálfum bensíntönkunum. Vitni sáu til piltanna en lögreglu tókst ekki að hafa hendur í hári þeirra. Sem betur fer hlaust ekki alvarlegt tjón af tiltækinu.

Talið að 50 séu fallnir í uppreisn í Bangladesh

Talið er að minnst 50 manns séu fallnir eftir uppreisn sérsveita í Bangladesh, sem annast landamæragæslu. Sveitir hers og lögreglu berjast nú við landamæraverðina í höfuðborginni Dakka og nálægum borgum. Gíslatöku og umsátri í herstöð í Dakka lauk í gær með uppgjöf hluta landamæravarðanna en fregnir herma að enn sé barist annars staðar í borginni auk þess sem átökin hafi breiðst út til annarra svæða.

Kveiktu í sér í Peking

Þrír mótmælendur kveiktu í sjálfum sér í bíl nærri Tiananmen-torginu í Peking, höfuðborg Kína, í gær. Bíllinn sem fólkið var í hafði verið skreyttur með þjóðfána Kína en talið er að aðgerðirnar tengist tveggja vikna langri samkomu kínverska þingsins sem hefst í næstu viku og dregur oft að sér mótmælendur. Tveir mótmælendanna voru fluttir á sjúkrahús til aðhlynningar en ekki er vitað um afdrif þess þriðja.

Enn veiðist gulldeplan

Gulldepla er aftur farin að veiðast, en um tíma var óttast að hún væri gengin út úr íslensku fiskveiðilögsögunni til suðurs. Hún fannst aftur um það bil 130 sjómílur suður af Vestmannaeyjum og eru nú átta skip að veiðum.

Eini eftirlifandi Mumbai ákærður

Indversk yfirvöld hafa lagt fram ákæru gegn eina hryðjuverkamanninum sem náðist á lífi eftir árásirnar á Mumbai á Indlandi í nóvember. Ákæran telur 11.280 blaðsíður en manninum er gefið að sök að hafa orðið 165 manns að bana auk þess að hafa ráðist gegn Indlandi sem ríki.

Boðar lagasetningu gegn byssu- og hnífamönnum

Að undanförnu hefur danska þjóðin upplifað fleiri fréttir af skotárásum og hnífsstungumálum en áður þekktist. Birthe Rønn Hornbech, ráðherra innflytjendamála í dönsku ríkisstjórninni, segir að nú sé komið nóg og boðar lagasetningu.

Sjá næstu 50 fréttir